top of page

KYNLÍF OG NÁND EFTIR MEÐFERÐ VIÐ KRABBAMEINI Í BLÖÐRUHÁLSKIRTLI

Vinnusmiðja 11. janúar 2023 kl. 09:45 - 13:30
Leiðbeinandi er Jóna Ingibjörg Jónsdóttir sérfræðingur í kynheilbrigðishjúkrun og kynfræðingur

Vinnusmiðjan er ætluð körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli og mökum þeirra. Tilgangur vinnusmiðjunnar er að styrkja pör í að höndla sameiginlega þær breytingar sem geta orðið á kynheilsu karla við meðferðir á krabbameini í blöðruhálskirtli svo sem breytingar á kynhvöt,  kynsvörun og nánd.

 

Fjallað verður um kynheilsu karla eftir skurðaðgerð og aðrar meðferðir við krabbameini í blöðruhálskirtli, risbata og hvað felst í svonefndri kynlífsendurhæfingu. Farið verður í hvað einkennir árangursríkan kynlífsbata hjá pörum og nefnd ólík mynstur á aðlögun þeirra varðandi kynlíf og nánd eftir krabbameinsmeðferð. Loks verður rætt um áhugahvöt og áherslur í kynlífi, valkosti í stöðunni og þau fjölmörgu úrræði sem geta eflt og styrkt kynlíf og nánd.

 

Í fyrri hluta vinnusmiðjunnar verður fræðsla á formi fyrirlestrar og gefin kostur á spurningum og umræðum meðal þátttakenda en í seinni hluta vinnusmiðjunnar verða lögð fyrir einstaklings-og paraverkefni. Áhersla er lögð á trúnað og virðingu í samskiptum á vinnusmiðjunni og hafa allir þátttakendur skýrt val um hvort þeir kjósi að tjá sig eða ekki.

 

Vinnusmiðjan verður haldin í Forvarnarmiðstöðinni Hverafold 1-3 í Grafarvogi í Reykjavík, nýrri aðstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Framför. Vinnusmiðjan verður laugardaginn 28. janúar kl. 10:00 til 13:30 og húsið opnar kl. 09:45 og hægt að fá sér kaffi eða te. Hlé verður gert á vinnusmiðju kl. 11:00 – 11:20 og þá boðið upp á kaffi/te og meðlæti. Nánari upplýsingar um dagskrá www.framfor.is/kynlifognand

  • Þáttaka í vinnusmiðju er án endurgjalds.

  • Þátttaka takmarkast við 20 manns (10 pör). Ef vinnusmiðja fyllist verður önnur haldin í byrjun febrúar

  • Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur tjái sig um persónuleg málefni.

Velunnarar logo.jpg
Þetta verkefni er styrkt af Velunnarasjóði Krabbameinsfélagsins
Skráning á Vinnusmiðju
Muna að skrá einnig maka.

DAGSKRÁ Á VINNUSMIÐJU

9.45                 Húsið opnar

10.00-10.30    Kynning á dagskrá, tilgangi vinnusmiðju og leiðarljósi

10.30-11.10    Kynheilsa og blöðruhálskirtilskrabbamein – erindi

11.10-11.20    Pása

11.20-11.45    Kynlífsbati – erindi

11.45-12.15    Áhugahvöt og áherslu í kynlífi. Einstaklings – og paraverkefni

12.15-12.45    Matarhlé

12.45-13.00    Úrræði/valkostir - erindi

13.00-13.00    Úrræði/valkostir og vilji til breytinga/áætlun. Einstaklings- og paraverkefni

13.25-13.30    Mat á vinnusmiðju og lausir endar hnýttir

13.30               Námskeiðslok

bottom of page