Félagsmiðstöðin HELLIRINN (fer í gang á árinu 2021)

Hreyfing, gott mataræði og félagsleg virkni hefur áhrif á krabbamein

Félagsstarfið okkar er samfélag sem stuðlar að félagslegri virkni, fræðslu og betri lífsæðum. Við köllum þetta "Hellirinn" vegna þess að þetta umhverfi okkar er sérhæft fyrir karlmenn. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum þáttum og viðburðum sem sumir eru í hverri viku og öðrum sem væru mánaðarlega og blanda saman í þessu mismunandi hlutum og upplifun. Dagskráin tekur einnig mið af mismunandi árstíðum - sjá viðburðardagatal

Viðburðir sem  verið er að undirbúa og eru væntanlegir á árinu 2021:

 • Vikulegar göngur
  Framför stendur fyrir vikulegum léttum og stuttum gönguferðum fyrir bæði einstaklinga (karla og konur) og hjón þar sem reglulega er stoppað og eithvað skemmtilegt gert.
   

 • Vikulegt kaffi
  Í hverri viku verði kaffi þar sem fólk hittist til að spjalla um lífið og tilveruna (fyrir bæði einstaklinga, karla, maka og hjón). Tekið er fyrir ákveðin áhersla í umræðu í hvert sinn. 
   

 • Mánaðarlegir súpu kvöldverðir
  Einu sinni í mánuði eru léttir kvöldverðir (fyrir bæði einstaklinga, karla, maka og hjón) þar sem fólk borðar saman og spjallar um daginn og veginn.
   

 • Mánaðarlegar fræðsluheimsóknir
  Í hverjum mánuði er fyrirtæki með þjónustuvörur heimsótt og fengin fræðsla um vörur og þjónustu sem geta auðveldað lífið hjá körlum sem eru að eiga við blöðruhálskirtils krabbamein og hjá þeirra mökum.

Dæmi um félags- og tómstundaverkefni sem eru í undirbúningi á árinu 2021:

Á árinu 2021 er stefnt að því að setja í gang fjölbreytta hópa sem tengjast áhugamálum karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Markmiðið er að þessir hópar stækki jafnt og þétt og tilgangurinn er að skapa nánd, efla lífsgæði og leggja grunn að samskiptum og miðlun á milli karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Markmiðið til lengri tíma er að skapa öflugt félagslegt umhverfi fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli.

 • Framför í veiði

  Framför mun á næstunni standa  fyrir námskeiði í fluguhnýtingum fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Í framhaldinu er stefnt á reglulega sjálfbæra starfsemi í þessum hópi.
   

 • Framför í golfi

  Framför mun standa fljótlega fyrir golfnámskeiði fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Stefnt er að því að koma saman virkum hópi aðila í reglulegan hitting og spili síðan reglulega golf saman.
   

 • Framför í knattspyrnu

  Gert er ráð fyrir að setja í gang reglulegan hitting fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli til að njóta þess saman að horfa á knattspurnu og taka um leið umræðu yfr kaffibolla.
   

 • Framför í líkamsrækt

  Gert er ráð fyrir að setja í gang vikulegan hitting í líkamsrækt ásamt kaffispjalli fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli
   

 • Framför í handverki
  Gert er ráð fyrir að setja í gang handverkshóp ásamt kaffispjalli fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þarna komið saman áhugasamir karlar um handverk sem eru með krabbamein í blöðruhálskirtli.
   

 • Framför í list
  Gert er ráð fyrir að setja í gang listahóp ásamt kaffispjalli fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þarna komið saman áhugasamir karlar um að skapa list.

Jafningjastuðningur

Ráðgjöf

Góðir hálsar

Frískir menn

Traustir makar

Íbúðir