top of page

Félagsmiðstöðin HELLIRINN hjá Krabbameinsfélaginu Framför

Félagsmiðstöðin Hellirinn verður opnuð formlega fimmtudaginn 21. mars kl. 16:00 í aðstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Framför í verslunarmiðstöðinni Hverafold 1-3 í Grafarvogisjá
 

- léttur hittingur, spjall og brauðtertur

Nafnið Hellirinn er myndlíking fyrir það að eldri karlmenn eiga það til að einangra sig og sækja tilfinningalegan stuðning mest til sinna maka. Markmiðið með félagslega samfélaginu Hellinum er að stuðla að aukinni félagslegri virkni, fræðslu og betri lífsgæðum. Við köllum þetta "Hellirinn" vegna þess að þetta umhverfi okkar er sérhæft fyrir karlmenn og hugsað til að opna hellana og tengja þá saman.

 

Gert er ráð fyrir fjölbreyttum þáttum og viðburðum sem sumir eru í hverri viku og öðrum sem væru mánaðarlega og blanda saman í þessu mismunandi hlutum og upplifun. Dagskráin tekur einnig mið af mismunandi árstíðum.

shutterstock_1088230715.jpg
senior+golf.png
shutterstock_1303459588.jpg
Team Fishing
Painting Outside

Framför í golfi

Við hjá Krabbameinsfélaginu Framför ætlum að starta golfhópi til að spila saman golf á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Einnig ætlum við að taka saman nokkra kennslutíma hjá gofkennara. Ef vel gengur ætlum við að stefna að því að halda golfmót í haust sem væri opið öllum áhugasömum aðilum um málefni karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Stefnt er að því að fá styrktaraðila að þessu verkefni og hvort einhver kostnaður er við þátttöku kemur í ljós þegar við vitum hvað margir hafa áhuga.

 

Framför í göngu

Okkur hjá Krabbameinsfélaginu Framför langar að skoða áhuga fyrir því að koma af stað gönguhópi þar sem boðið væri upp á léttar göngur innan höfuðborgarsvæðisins ásamt léttum fellagöngum í nágrenni þess. Þetta væru göngur þar sem flestir gætu tekið þátt og gönguhraði miðast við getu aðila í hverjum hópi. Þátttaka er án endurgjalds.

 

SKRÁÐU ÞIG TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í HÓPI

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

_______________________________________________________________

Önnur tómstundaverkefni í undirbúningi:

Stefnt að því að setja í gang aðra fjölbreytta hópa sem tengjast áhugamálum karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Markmiðið er að skapa nánd, efla lífsgæði og leggja grunn að samskiptum hjá körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli.

 • Framför í veiði

 • Framför í knattspyrnu

 • Framför í líkamsrækt

 • Framför í handverki

 • Framför í list

VINAhópar:

​​

 • VINAhópar karla - almennur

 • VINAhópar maka

 • VINAhópar karla og heilsurækt

 • VINA gönguhópar

Aðrir viðburðir sem  verið er að undirbúa:

 • Vikulegt spjall yfir kaffibolla

 • Mánaðarlegir súpu kvöldverðir

 • Mánaðarlegar fræðsluheimsóknir

bottom of page