Styrktarvinir skapa körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli betri lífsgæði

Framlag frá styrktarvinum (einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök) með mánaðarlegum stuðningi er forsenda þess að Krabbameinsfélagið Framför geti veitt körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendum stuðning og þjónustu við greiningu og eftir meðferð á krabbameini og sinnt þeirra hagsmunabaráttu.

 

Með þínu reglulega framlagi styður þú við eftirfarandi verkefni:

 • Endurgjaldslaus þátttaka í starfsemi stuðningshópa www.framfor.is/skráningistudningshopa

 • Endurgjaldslaus ráðgjöf við greiningu og eftir meðferð www.framfor.is/nygreining

 • Rekstur á upplýsinga vefsvæðinu www.framfor.is

 • Samstarf við Félag þvagfæraskurðlækna, Krabbameinsfélagið og LJósið endurhæfingarmiðstöð um upplýsingaferla við greiningu og eftir meðferð www.framforiheilsu.is

 • Rekstur á samfélagslega umhverfinu Hellirinn sem ætlar er að stuðla að aukinni félagslegri virkni, fræðslu og betri lífsgæðum www.framfor.is/felagsmidstodin

 • Endurgjaldslaus markþjálfun til að móta nýja sýn á lífið eftir meðferð www.framfor.is/markthjalfun

 • Uppbyggingu á fræðsluneti á internetinu fyrir þá sem ekki geta komið í beina fræðslu s.s. aðilar á landsbyggðinni www.framfor.is/fraedslunet

 • Rekstur á hlaðvarpi með sérgreindu efni fyrir þá sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli www.framfor.is/podcast

 • Átak í heilsuforvörnum fyrir karla 50 ára og eldri í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök www.framforogfyrirtaeki.is

 • Samstarf við erlenda aðila s.s. Europa UOMO sem er öflugur málsvari og stuðningssamtök BHKK samtaka í 27 Evrópulöndum - www.europa-uomo.org og Active Surveillance Patients International sem eru alþjóðleg samtök karla sem eru í Virku eftirliti á krabbameini í blöðruhálskirtli https://aspatients.org/

 • Sinna hagsmunagæslu fyrir karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reglulegir styrktaraðilar fá endurgreiðslu frá skatti

Frá og með 1. nóvember 2021 áttu rétt á skattaafslætti þegar þú styrkir Krabbameinsfélagið Framför. Krabbameinsfélagið Framför kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín. Nánari upplýsingar á RSK.is.

 

Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 2000 króna styrk til Krabbameinsfélagsins Framfarar á mánuði fær skattafslátt að fjárhæð 9.100 krónur og greiðir þannig í raun 14.900 fyrir 24 þúsund króna styrk til félagins.

 

Athugið að endurgreiðslan getur verið bæði hærri og lægri því dæmið er byggt á meðaltekjum sem voru samkvæmt RSK 794.000 árið 2020 en tekjuskattshlutfall er breytilegt. Einstaklingar geta fengið skattaafslátt ef styrkupphæð er á bilinu frá 10.000 til 350 þúsund króna.

Fyrirtæki geta líka fengið skattaafslátt vegna styrkja 
Fyrirtæki fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem framlag eða gjöf er veitt.

Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Krabbameinsfélagið Framför um 500 þúsund lækkar tekjuskattinn sinn um 100 þúsund krónur. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 400 þúsund fyrir 500 þúsund króna styrk til félagsins.

 

Athugið að dæmið er eingöngu til upplýsinga - sjá nánar á RSK.is  Styrkur eða gjöf nær ekki til kaupa á vörum. Miðað er við algengustu skattprósentu lögaðila, þ.e 20%. Upplýsingar um gjafir og styrki koma árlega frá Krabbameinsfélaginu Framför.

shutterstock_41135461.jpg