top of page

Fræðslunetið - gagnvirkt upplýsinga og fræðsluumhverfi á netinu

Fræðslunetið há Framför er hugsað fyrir karla sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka og aðstandendur sem vilja fræðast um hvernig best sé að takast á við þetta krabbamein, en geta ekki mætt til stuðningsaðila eða búa á landsbyggðinni. Þetta snýst um að ná fram betri lífsgæðum í við greiningu, í virku eftirliti, á meðan á meðferð stendur og eftir meðferð fyrir bæði krabbameinsaðila og hans aðstandendur.

Á Fræðslunetinu verður í framtíðinni hægt að raða saman fræðslu,  námskeiðum, kynningum og vinnustofum til að mynda heilstætt umhverfi með upplýsingum og fræðslu um krabbamein í blöðruhálskirtli, fá fræðslu sem tengist umönnunarumhverfi maka, sjálfstyrkingu og persónulegan þroska fyrir aðila með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendur til að takast á við greiningu, meðferð og lífið eftir meðferð.

Dæmi um fræðslu fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli

  • Fræðsluumhverfi fyrir nýlega greinda aðila með krabbamein.

  • Upplýsingaumhverfi og vinnustofur fyrir karlmenn sem hafa verið greindir með krabbamein og eru í virku eftirliti eða vaktaðri bið.

  • Upplýsingar um meðferðarmöguleika

  • Áhrif mismunandi meðferða, líkamlega og andlega

  • Áhrif aukaverkana frá mismunandi meðferðum

  • Takast á við lífið eftir meðferð, líkamlega og andlega

  • Kynlíf og krabbamein
     

Dæmi um fræðslu fyrir maka karla með krabbamein í blöðruhálskirtli
 

  • Vera til staðar við greiningu

  • Að vera maki karlmanns í virku eftirliti

  • Stuðningur maka í mismunandi meðferðum

  • Að takast á við það að eiga maka sem hefur lokið meðferð

  • Hvað er að vera umönnunaraðili?

  • Að passa sjálfa/n sig sem unnönnunaraðila

  • Möguleg aðstoð fyrir umönnunaraðila

  • Kynlíf og krabbamein

 

Þetta fræðsluumhverfi er hugsað fyrir aðila sem vilja fræðast á eigin forsendum og á þeim hraða sem hentar hverjum og einum. Þetta er einnig hugsað fyrir aðila á landsbyggðinni sem geta ekki ferðast langar vegalendir vegna sinnar heilsu eða fjárhagslegs kostnaðar.

Gert er ráð fyrir að byggja upp þetta fræðsluumhverfi á löngum tíma, setja reglulega upp nýja fræðslu, námskeið og vinnustofur. Gert er ráð fyrir að vinna fræðsluefni út frá staðbundnum námskeiðum og vinnustofum (sem er fyrir hendi) inn á þetta rafræna fræðsluumhverfið á netinu.

Það verður líklgega val um tvennskonar þátttökuleiðir:

Fræðsluefni verður samsett af mismunandi miðlun s.s. myndböndum, pp skjölum, spurningum og svörum, textaskjölum og öðru fjölbreyttu formi.

Þegar grunn efni liggur fyrir, er gert ráð fyrir tveimur þátttökuleiðum:

  1. Fræðsluefni á eigin vegum - Efni er notað að mestu af þátttakendum án mikillar aðstoðar.

  2. Gagnvirkt fræðsluefni með leiðbeinanda  - Gagnvirkt efni þar sem leiðbeinandi er í samstarfi við þátttakanda. Þessi leiðbeinandi getur verið sérþjálfaður kennsluaðili, sálfræðingur, félagsráðgjafi, markþjálfi eða aðili sem þekkir vel það efni sem verið er að fara í gegnum. Þetta værður sett upp í umhverfi þar sem persónuvendarlög eru uppfyllt.

Group Calls
bottom of page