FRÍSKIR MENN

Byggja upp lífið í virku eftirliti

Frískir menn er stuðningshópur fyrir þá einstaklinga sem greinst hafa með blöðru-hálskirtilskrabbamein og hafa valið virkt eftirlit. Þessi hópur hittist reglulega þar sem boðið er upp á fræðslu um nýjustu rannsóknir og þróun auk þeirra möguleika sem eru í boði. 

Í gegnum Fríska menn verður boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða, vinnustofur og fræðslu hjá Framför. Einnig verður fljótlega aðgengilegt fræðsluumhverfi á netinu fyrir þá sem eru í þessu ferli og þeirra aðstandendur.

Stefnt er að því að vera með sjálfstyrkingu, núvitund, samskipti og fleira.

Sjáðu hér til hliðar spjall við karlmenn úr hópunum Frískir menn og Góðir hálsar sem tekið var í tengslum við Mottumars Krabbameinsfélagisins.

Jafningjastuðningur

Ráðgjöf

Góðir hálsar

Frískir menn

Traustir makar

Íbúðir

ÞJÓNUSTA OG FRÆÐSLA

TÓMSTUNDIR OG HAGSMUNIR

FRAMFÖR  - UPPLÝSINGAR

STUÐNINGUR

KRA_velunnarar_stimpill2.jpg

Starfsemi Framfarar  er styrkt af
Velunnarasjóði Krabbameinsfélagsins sem styður við starf aðildarfélaga og stuðningshópa.

Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík

Sími: 5515565

Netfang: framfor@framfor.is

Aðildarfélag að Krabbameinsfélagi Íslands

Persónuverndarstefna

FRAMFÖR - samtök BHKK greindra  
- karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli