top of page

FRÍSKIR MENN

Byggja upp lífið í virku eftirliti - smella hér til að skrá sig hópinn

Frískir menn er stuðningshópur fyrir þá einstaklinga sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein og hafa valið að vera í virku eftirliti. Hópurinn var stofnaður á árinu 2014 af vöskum hópi manna og er líklega fyrsti hópurinn af þessu tagi í heiminum. Þessi hópur hittist reglulega þar sem boðið er upp á fræðslu um nýjustu rannsóknir og þróun auk þeirra möguleika sem eru í boði. Þátttaka í starfi stuðningshópa er án endurgjalds.

Næsti fundur verður miðvikudaginn 20. apríl kl. 16:30 í Skógarhlíð 8 í Reykjavík
 

Dagskrá fundarins:

  • Að vera í Virku eftirliti í 14 ár
    Þráinn Þorvaldsson verður með erindi um það hvernig er að vera í Virku eftirliti með krabbameini í blöðruhálsi í 14 ár og hvers vegna hann hafi síðan tekið ákvörðun um að fara í meðferð. Hann verður einnig með kynningu á samtökunum Active Surveillance Patients International alþjóðlegum samtökum karla sem eru í Virku eftirliti á krabbameini í blöðruhálskirtli og hann tók þátt í að stofna - https://aspatients.org 

Stuðningshópurinn Frískir menn var stofnaður 2014
Þráinn Þorvaldsson fékk Sigurð Skúlason í lið með sér og saman stofnuðu þeir stuðningshópinn Frískir menn á 70 ára afmælisdegi Þráins, 20. mars 2014. Þráinn sagði "Ég var lengi að velta fyrir mér nafni stuðningshópsins. Við hjónin höldum mikið upp á portúgölsku eyjuna Madeira og förum þangað oft. Einn dag gengum við um götur Funchal höfuðstaðarins og ég segi við hana: „Nú vantar tilfinnanlega nafn á fyrirhugaðan stuðningshóp.“ Hún sagði „Þið eruð menn sem hafa ekki farið í meðferð og því hressir menn. Táp og fjör og frískir menn, hefur lengi veri sungið á Íslandi. Af hverju ekki velja nafnið Frískir menn?“ Stuðningshópurinn fékk svo þetta heiti þegar hann var stofnaður".

shutterstock_41135461.jpg

Í gegnum Fríska menn er og verður boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða, vinnustofur og fræðslu. Einnig verður fljótlega aðgengilegt fræðsluumhverfi á netinu fyrir þá sem eru í þessu ferli og þeirra aðstandendur.

Þráinn Þorvaldsson stóð síðan að stofnun á samtökunum Active Surveillance Patients International sem eru alþjóðleg samtök karla sem eru í Virku eftirliti á krabbameini í blöðruhálskirtli - https://aspatients.org/

Sjáðu hér til hliðar myndband þar sem spjallað er við karlmenn úr hópunum Frískir menn og Góðum hálsum var gefið út í tengslum við Mottumars Krabbameinsfélagisins.

Skráðu þig hér í stuðningshópinn Fríska menn

bottom of page