GÓÐIR HÁLSAR

Stuðningur eftir meðferð

Góðir hálsar er stuðningshópur fyrir karla sem hafa greinst með krabbamein í blöðru-hálskirtli og farið í meðferð. Markmiðið er að skapa grunn að góðum lífsgæðum eftir meðferð og hvernig gott er að takast á við lífið með þeim verkefnum sem þá koma. Fundir eru í hverjum mánuði, fyrsta miðvikudag kl. 17:00 í húsnæði Ráðgjafarþjónstu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8.

Í gegnum Góða hálsa er boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða og fræðslu. Boðið er upp á námskeið og vinnustofur til að mæta á auk sífellt stækkandi fræðsluumhverfi á netinu. Þetta verður aðgengilegt fyrir alla sem hafa farið í gegnum krabbameinsmeðferð og aðstandendur þeirra.

Stefnt er að því að vera með sjálfstyrkingu, núvitund, kynfræðslu, samskipti og fleira.

Upplýsingar fyrir karlmenn sem hafa fengið greiningu um krabbamein í blöðruhálskirtli er hægt að finna hér í bæklingi frá félagi íslenskra þvagfæraskurðlækna.

Sjáðu hér að neðan spjall við karlmenn úr hópunum Frískir menn og Góðir hálsar sem tekið var í tengslum við Mottumars Krabbameinsfélagisins.

Jafningjastuðningur

Ráðgjöf

Góðir hálsar

Frískir menn

Traustir makar

Íbúðir

ÞJÓNUSTA OG FRÆÐSLA

TÓMSTUNDIR OG HAGSMUNIR

FRAMFÖR  - UPPLÝSINGAR

STUÐNINGUR

KRA_velunnarar_stimpill2.jpg

Starfsemi Framfarar  er styrkt af
Velunnarasjóði Krabbameinsfélagsins sem styður við starf aðildarfélaga og stuðningshópa.

Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík

Sími: 5515565

Netfang: framfor@framfor.is

Aðildarfélag að Krabbameinsfélagi Íslands

Persónuverndarstefna

FRAMFÖR - samtök BHKK greindra  
- karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli