top of page

GÓÐIR HÁLSAR Í 20 ÁR

Stuðningur í og eftir meðferð - smella hér til að skrá sig hópinn

Góðir hálsar er stuðningshópur fyrir karla sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og farið í meðferð. Góðir hálsar störfuðu í 20 ár undir umsjón Krabbameinsfélags Höfuðborgarsvæðisins, en er nú sameinaður öðrum sambærilegum hópi Blöðruhálsum fyrir karla með krabbamein í blöðruhálsi hjá Framför. Markmiðið með þessum stuðningshópi er að skapa grunn að góðum lífsgæðum í og eftir meðferð og fræða um hvernig gott er að takast á við lífið með þeim verkefnum sem þá koma. Þátttaka í starfi stuðningshópa er án endurgjalds. Fundir falla niður á meðan verið er að eiga við Cocid.

exchange-of-ideas-222788_960_720.jpg

Í gegnum Góða hálsa er boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða og fræðslu. Boðið er upp á námskeið og vinnustofur til að mæta á auk sífellt stækkandi fræðsluumhverfi á netinu. Þetta verður aðgengilegt fyrir alla sem hafa farið í gegnum krabbameinsmeðferð og aðstandendur þeirra.

Stefnt er að því að vera með sjálfstyrkingu, núvitund, kynfræðslu, samskipti og fleira.

Upplýsingar fyrir karlmenn sem hafa fengið greiningu um krabbamein í blöðruhálskirtli er hægt að finna hér í bæklingi frá félagi íslenskra þvagfæraskurðlækna.

Sjáðu hér til hliðar spjall við karlmenn úr hópunum Frískir menn og Góðir hálsar sem tekið var upp í tengslum við Mottumars Krabbameinsfélagisins.

Skráðu þig hér í stuðningshópinn Blöðruhálsa/Góða hálsa

"Upphafið að Góðum hálsum má rekja til þess að tveir ágætir menn, þeir Garðar Steinarsson, fyrrverandi flugstjóri, og Guðjón E. Jónsson, fyrrverandi kennari og núverandi verslunarmaður, sem fyrir tilviljun lágu saman á sjúkrahúsi í janúar árið 2000, eftir skurðaðgerð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli, fóru að tala saman og íhuga þessi mál. Í framhaldi af því komu nokkrir fleiri, sem líkt var ástatt með, til liðs við þá.

 

Fljótlega eftir það fór þessi hugmynd inn á borð til Krabbameinsfélags Reykjavíkur og stuðningshópurinn varð til undir verndarvæng Krabbameinsfélagsins og Guðlaug Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri þar, hefur haldið utan um þessa starfsemi af miklum dugnaði. Reglulegir fundir stuðningshópsins eru haldnir í húsnæði Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði og þeir eru öllum opnir."

"Þessi hópur hefur unnið með frábæru fólki, sem eru þvagfæraskurðlæknar, krabbameinslæknar og hjúkrunarfræðingar sem koma að þessum sjúkdómi okkar, en þessir sérfræðingar hafa flutt fyrirlestra á fundunum um ýmislegt er varðar sjúkdóminn. Það eru allir velkomnir á þessa fundi, aðstandendur og vandamenn ekki síður en sjúklingarnir. Fundirnir eru fróðlegir og uppbyggilegir, ekki síst fyrir þá sem eru nýgreindir eða eru að ganga í gegnum meðferð. Nokkrir í þessum stuðningshópi gefa sig út til þess að aðstoða og fræða menn sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og má hringja í þá hvenær sem er og þeir koma jafnvel til þeirra sem þess óska.

bottom of page