top of page

Vertu sjálfboðaliði - öflugt stuðningsfélag að endurfæðast og nú vantar sjálfboðaliða til að taka þátt í starfinu

Fjölbreytt félagsstarf

Krabbameinsfélagið Framför www.framfor.is er stuðningsfélag fyrir karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendur. Mótuð hefur verið breið framtíðarsýn og sett upp markmið sem byggja á hugmyndafræði sem kristallast í slagorði félagsins “þú gengur aldrei einn” (sjá stefnumótun).

Okkur vantar sjálfboðaliða til að taka þátt í að undirbúa og vinna verkefni eins og samfélagslega verkefnið Hellirinn, fræðslunet fyrir landsbyggðina, hlaðvarp, byggja upp stuðningshópa og ekki síst að taka þátt í verkefnum við vitundarvakningu og fjáraflanir til að standa undir uppbyggingu á þjónustu og samfélagslegu umhverfi félagsins.

Okkur vantar sjálfboðaliða til að starfa við fjölbreytta huti:

 

Mörg samfélagsleg verkefni framundan
 

  1. Stuðningshópar - www.framfor.is/skráningistudningshopa

  2. Hellirinn – félagslegt umhverfi með samfélagslegum áherslum um félagsmiðstöð, vinahópa, tómstundahópa og fleira www.framfor.is/felagsmidstodin

  3. “Þín leið” samstarfsverkefni með Krabbameinsfélaginu, Ljósinu og heilbrigðiskerfinu um aðgang að faglegum upplýsingum og ráðgjöf á öllum stigum krabbameins í blöðruhálskirtli.

  4. Fræðslunet – uppbygging á streymi frá öllum viðburðum sem síðan væri markvisst sett upp í aðgengilegt umhverfi á netinu. Námskeið, fræðsla, erindi, vinnustofur sem væri aðgengilegt fyrir aðila á landsbyggðinni - www.framfor.is/fraedslunet

  5. Hlaðvarp – viðtöl og myndefni með viðtölum við karla og þeirra aðstandendur sem hafa upplifað krabbamein í blöðruhálskirtli - www.framfor.is/podcast

 

Vitundarvakning og verkefni til að fjármagna markmiðin okkar
 

  1. Blái trefillinn er árlegt átaks- og fjáröflunarverkefni hjá Framför, félagi karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda. Átakið er tileinkað baráttu fyrir betri lífsgæðum karla sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli undir slagorðinu “þú gengur aldrei einn” Þetta átak er samheiti fyrir fjölda viðburða sem eru á hverju ári í nóvember sem ákveðið hefur verið að sé mánuður krabbameins í blöðruhálskirtli á Íslandi - www.blaitrefillinn.is

  2. Framför í lífsgæðum er samstarfsverkefni hjá Framför við fyrirtæki og stofnanir á Íslandi um að efla lífsgæði og stuðla að heilsueftirliti karla 50 ára og eldri. Þetta er sjálfbært verkefni og allar tekjur fara til uppbyggingar á betri lífsgæðum og öflugu heilsueftirliti hjá körlum - www.framforilifsgaedum.is

  3. Mánaðarlegt styrktarumhverfi er umhverfi þar sem leitað er eftir stuðningi hjá almenningi við starfsemi félagsins með reglulegu mánaðarlegu framlagi - www.framfor.is/manadarlegirstyrktaradilar

  4. Félagsgjöld - Stuðningur við Framför gerir félaginu mögulegt að gefa út kynningarefni, reka stuðningshópana og byggja upp stuðning við maka og aðra aðstandendur ásamt því stóra verkefni að byggja upp öflugt samfélagslegt umhverfi fyrir þá sem eru greindir og þeirra aðstandendur.  - www.framfor.is/skraningifelagid

Senior Digital Programmer
Mature Gamer

Skráning sem sjálboðaliði
- taka þátt í starfinu

Business Meeting
bottom of page