top of page

BLÁI TREFILLINN - vitundarvakning um blöðruhálskirtilskrabbamein í nóvember á hverju ári (www.blaitrefillinn.is)

Nóvember er mánuður blöðruhálskirtilskrabbameins

Blái trefillinn er árlegt átaks- og fjáröflunarverkefni hjá Framför, félagi karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda. Átakið er tileinkað baráttu fyrir betri lífsgæðum karla sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli undir slagorðinu:

- þú gengur ekki einn, gengur aldrei einn!

Bláa trefilinn er tákn um þann kærleika og umhyggju sem félagið hefur varðandi stuðning við karla með krabbamein í blöðruhálskirtli, þeirra maka og aðstandendur. 

Blái trefillinn - nóvember er mánuður blöðruhálskirtilskrabbameins

Krabbameinsfélagið Framför - félag karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda stendur fyrir árlega styrktarátakinu Blái trefillinn. Átakið er vitundarvakning um krabbamein karla í blöðruhálskirtli sem félagið stendur fyrir í nóvember á hverju ári. Fjölbreyttir viðburðir eru tengdir þessu átaksverkefni, en aðalmarkmiðið er að selja Bláa trefilinn, tákn félagsins um þann kærleik og ábyrgð sem félagið hefur varðandi stuðning við karla með krabbamein í blöðruhálskirtli, þeirra maka og aðstandendur. 

Evrópski vitundardagurinn um blöðruhálskrabbameins (EPAD) miðar að því að vekja athygli, skilning og þekkingu á meðferð blöðruhálskirtilssjúkdóma almennt og krabbameins í blöðruhálskirtli sérstaklega. Með því að sameina krafta sína á þessum árlega viðburði fara helstu stefnumótendur, vísindasamtök og evrópskir sjúklingahópar yfir og ræða hvernig breyta má stjórnun krabbameins í blöðruhálskirtli um alla Evrópu til að veita sjúklingum heildstæðari og persónulegri umönnun.

Blái trefillinn er táknræn framsetning á því samfélagi, stuðningi, þjónustu, fræðslu og samkennd sem Framför stendur fyrir (sjá) til að bæta lífsgæði karlmanna með blöðruhálskirtilskrabbamein og hjá þeirra mökum og aðstandendum. Með því að umvefja þessa aðila með Bláa treflinum er verið að skapa þeim sterkari stöðu til að eiga við það risastóra verkefni að lifa með þessum sjúkdómi.

bottom of page