top of page

JAFNINGJASTUÐNINGUR

Að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum þetta

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.  Þetta á sérstaklega við þegar staðið er frammi fyrir mismunandi valkostum í meðferðum. Krabbameinsfélagið Framför býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og  fyrir aðstandendur. Þeir sem veita stuðninginn eru einstaklingar sem greinst hafa með  krabbamein eða eru aðstandendur.

shutterstock_41135461.jpg

Ef þú hefur áhuga á að ræða við okkar stuðningsfulltrúa getur þú haft samband í síma 5515565. Einnig er hægt að senda inn beiðni með því að senda tölvupóst á framfor@framfor.is

bottom of page