Félag karla með krabbamein í blöðruhálsi og aðstandenda
Framför er í samstarfi við: Krabbameinsfélagið og Ljósið
Krabbameinsfélag karla
STUÐNINGSHÓPUR FYRIR MAKA OG AÐSTANDENDUR
Krabbamein í blöðruhálskirtli er para- og fjölskyldumál
- smella hér til að skrá skrá sig hópinn
________________________________________________________________________________________________________
Stuðningshópurinn hittist næst 27. apríl kl. 17:00 í Skógarhlíð 8 í Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
-
Hvernig er að vera maki karlmanns sem greinist með krabbamein í blöðruhálskirtli
Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur hjá Ráðgjafaþjónustu KÍ fjallar um áskoranir sem felast í því að vera stuðningsaðili og maki karlmanns með krabbamein í blöðruhálskirtli.
-
Að erindi loknu verður opin umræða um það að vera maki stuðningsaðila.
Ekkert þátttökugjald og engin skráning. Bara mæta á staðinn.
________________________________________________________________________________________________________
Hjá Framför er starfandi stuðningshópur fyrir maka og aðra aðstandendur sem gefur þessum aðilum tækifæri til að heyra frá öðrum hvernig best er að takast á við þetta og að fræðast um þetta verkefni.
Nafnið á þessum stuðningshópi "Traustir makar" er með tilvísun í að 80% af karlmönnum sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli sækja mest af sínum stuðningi til maka.
Makar og aðstandendur karlmanns með greiningu um krabbamein í blöðruhálskirtli geta átt jafn erfitt með að eiga við þetta verkefni og sá sem greinist. Afleiðingar af meðferð geta líka haft mikil áhrif á maka og aðra aðstandendur og þess vegna þarf þetta verkefni að vera samstarf.
Upptaka frá stofnfundi á stuðningshópnum Traustir makar 22/9 2021 (opna upptöku)

Í gegnum Makahópinn verður boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða, vinnustofur og fræðslu hjá Framför. Einnig verður fljótlega aðgengilegt fræðsluumhverfi á netinu fyrir þá sem eru í þessu ferli og þeirra aðstandendur.
Skráðu þig hér í stuðningshópinn Trausta maka