top of page

LJÓSIÐ - ENDURHÆFING

Karlmenn 46 ára og eldri | Strákarnir

Strákarnir í Ljósinu hittast alla föstudaga kl:12.00 og borða saman. Gott tækifæri fyrir karlmenn 46 ára og eldri til að hittast og ræða saman í næði. Matti Ósvald heilsufræðingur og markþjálfi kemur og er með í umræðunum (sjá nánar).

Fræðslufundir fyrir karlmenn

Á  haustönn 2021 bjóðum við upp á tvær ólíkar raðir fræðslufunda fyrir karlmenn. Annars vegar er það fræðsluröð um breytingar sem er sniðin fyrir þá sem eru að hefja endurhæfingarferlið. Hins vegar er það fræðsluröð um uppbyggingu sem hentar bæði þeim sem eru að  hefja endurhæfingu og þeim sem eru lengra komnir í ferlinu.

Markmiðið er að karlmenn fái uppbyggjandi fræðslu og hafi gagn og gaman af að hitta aðra í sömu aðstæðum. Farið verður í gegnum það breytingarferli sem einstaklingar ganga í gegnum við það að veikjast. Það verða fyrirlestrar um mikilvægi þess að byggja sig upp andlega og líkamlega og mikilvægi þess að setja sér markmið.

Sjá nánar um þetta (sjá)

Að greinast í annað sinn
Fræðslunámskeið og jafningjastuðningur fyrir þá sem eru að greinast í annað sinn.

Markmið:
Að veita stuðning og fræðslu sem nýtist fólki m.a. til öðlast meiri styrk og betri líðan til að stuðla að jafnvægi í daglegu lífi. Námskeiðið er samsett af umræðum og fræðslu. Mikilvægt er að skapa traust og tryggja trúnað til að þátttakendur geti óhindrað tjáð sig um það sem liggur á þeim.

Helstu viðfangsefnin eru:

  • Úrvinnsla hugsana og tilfinninga

  • Hlusta á sjálfa sig

  • Góð samskipti

  • Streita, að fyrirbyggja streitu og ná tökum á streitu

  • Jafnvægi í daglegu lífi

  • Sjálfsstyrkur, sjálfsvirðing, að setja mörk

Sjá nánar um þetta (sjá)

Para/hjónanámskeið

Þar sem annar aðilinn (eða báðir) hefur greinst með krabbamein.

Veikindi geta aukið álag í samskiptum við maka. Gagnkvæmur stuðningur í hjónabandi er reglulega dýrmætur og því er mikilvægt að viðhalda góðum samskiptum og tengslum í parasambandinu. Á námskeiðinu fær fólk fræðslu og aukna færni til að bæta samskipti, styrkja tengsl og efla nánd.

Sjá nánar um þetta (sjá).

Aðstandendur – Fullorðnir

Um er að ræða námskeið þar sem skapaður er vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast og ræða um reynslu sína, áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm.  Námskeiðið er samsett af umræðum, fræðslu og léttum slökunaræfingum. Mikilvægt er að skapa traust og tryggja trúnað til að þátttakendur geti óhindrað tjáð sig um það sem liggur á þeim. Það er líka lögð áhersla á það að hlæja og hafa það skemmtilegt á námskeiðinu.

Sjá nánar um þetta (sjá).

Tímamót – ný hlutverk

Námskeiðið er fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og er ekki á leið út á atvinnumarkaðinn á ný eftir veikindi. Námskeiðið er hluti af endurhæfingu og hentar þeim sem vilja vera betur í stakk búnir til að viðhalda virkni og vellíðan. Fjallað verður um breytt hlutverk og ýmiss konar iðju og tómstundastarf. Hvernig hægt er að viðhalda heilsu og virkri þátttöku í samfélaginu þegar atvinnuþátttöku lýkur.

Sjá nánar um þetta (sjá).

Aftur til vinnu eða náms

Námskeiðið er fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og er á leið til vinnu eða náms á ný eftir veikindaleyfi. Námskeiðið er liður í endurhæfingu og hentar þeim sem vilja vera betur í stakk búnir til að mæta aftur til vinnu, náms eða nýrra verkefna. Fræðsla er um aukið heilbrigði, vellíðan og jafnvægi í daglegu lífi.

Sjá nánar um þetta (sjá).

bottom of page