GERAST FÉLAGSAÐILI - í Framför, félag karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda

Karlmenn eru þess virði að berjast fyrir!

Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla á Íslandi með um 25% tilfella. Á hverju ári greinast um 220 karlar eða um 4 í hverri viku og það deyr um það bil einn karlmaður í hverri viku á Íslandi úr krabbameini í blöðruhálskirtli. Það er því miður ekkert skimunarprógramm fyrir hendi til að greina krabbamein í blöðruhálskirtli á fyrstu stigum. Þetta krabbamein hefur líklega þess vegna ekki fengið sambærilega athygli eða úrræði sem önnur krabbamein hafa fengið.

Þess vegna þurfum við að bregðast við.

Forgangsverkefni okkar hjá Framför er að koma í veg fyrir að krabbamein í blöðruhálskirtli leiði karlmenn til dauða og okkur langar að breyta því hvernig krabbamein í blöðruhálskirtli er skilið, greint og meðhöndlað. Við höfum áætlanir og sérþekkingu en við þurfum öflugan hóp stuðningsmanna til að standa upp og hjálpa okkur við að láta það gerast.

Stuðningur við FRAMFÖR er yfirlýsing um að ætla að styðja við starfsemi, hlutverk og tilgang samtakanna.

 

Félagið er aðildarfélag Krabbameinsfélags Íslands og nýtur fjárhagslegs stuðnings úr Velunnararsjóði þeirra. Stuðningur við Framför gerir félaginu mögulegt að gefa út kynningarefni, reka stuðningshópana Góða hálsa og Fríska menn, að starfrækja þjónustu með markþjálfun, byggja upp stuðning við maka og aðra aðstandendur ásamt því stóra verkefni að byggja upp öflugt sjálfstyrkingarumhverfi fyrir þá sem eru greindir og þeirra aðstandendur. 

Ekkert annað félag á landinu sinnir eingögu sérhæfðum stuðningi við karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendur.

SKRÁNINGARFORM FYRIR FÉLAGSAÐILD

ÞJÓNUSTA OG FRÆÐSLA

TÓMSTUNDIR OG HAGSMUNIR

FRAMFÖR  - UPPLÝSINGAR

STUÐNINGUR

KRA_velunnarar_stimpill2.jpg

Starfsemi Framfarar
er styrkt 
af Velunnarasjóði
Krabbameins-
félagsins

Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík

Sími: 5515565

Netfang: framfor@framfor.is

Aðildarfélag að Krabbameinsfélagi Íslands

Persónuverndarstefna

FRAMFÖR - samtök BHKK greindra  
- karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli

Screenshot 2021-02-02 154649.jpg

Starfsemi 

Framfarar  
er styrkt 
af Heilbrigðis-

ráðuneytinu