Félag karla með krabbamein í blöðruhálskirtli
5515565
Ef þú greinist með krabbamein í blöðruhálskirtli gengur þú aldrei einn
Krabbameinsfélagið Framför, félag karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda var stofnað þann 12. febrúar 2007. Tilgangur félagsins er að styðja karlmenn sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og maka þeirra og aðstandendur. Krabbameinsfélagið Framför starfar á landsvísu sem sjálfstætt stuðnings- og áhugamannafélag og er aðildarfélag að Krabbameinsfélagi Íslands og í samstarfi við Ljósið endurhæfingarmiðstöð (einn stjórnarmaður kemur frá þeim).
Megin verkefni félagsins eru:
-
Að ljá körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli rödd í almennri umræðu og tala þeirra máli við yfirvöld.
-
Að gefa út fræðsluefni um krabbamein í blöðruhálskirtli og fylgikvilla þess, bæði fyrir sjúklingana og fyrir aðstandendur.
-
Starfrækja batasamfélag til að skapa betri lífsgæði hjá körlum sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendum.
-
Halda uppi félagsstarfi og fræðslu um krabbamein í blöðruhálskirtli, við greiningu, í virku eftirliti, í meðferðum og eftir meðferðir.
-
Stuðla að forvörnum og efla snemmgreiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli.
Nýjustu fréttir - sjá allar fréttir
Hvað er krabbamein í blöðruhálskirtli? - myndband
Spjall við karla sem hafa greinst - myndband
Sýnishorn úr upplýsingaveitu - sjá allt efni í upplýsingaveitu
-
SálfræðiþjónustaFramför býður upp á sálfræðiþjónustu í samstarfi við Krabbameinsfélagið. Það getur reynt mikið á að fá greiningu um krabbamein og eins að taka þátt í meðferð við krabbameini. Oft getur einnig verið erfitt að stilla sig af eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli. Við þessar aðstæður getur komið upp kvíði og þunglyndi sem þarf að taka á með faglegum hætti. Sálfræðingar hjá Krabbameinsfélaginu eru með mikla reynslu í að taka á þessum málum og hægt er að panta endurgjaldslausan tíma fyrir sálfræðiaðstoð.
-
Almennar upplýsingar við greininguÞað getur verið erfitt að fá fréttir um að hafa greinst með krabbamein. Okkar aðilar fara yfir þér með stöðuna og upplýsa þig um hvað þú þarft að vita: 1. Hann sýnir þér upplýsingar um þær meðferðir sem standa til boða. 2. Hann bendir þér á upplýsingar um mögulega aukaverkunum sem hver leið hefur. 3. Hann fer yfir tölfræði um fjölda þeirra sem greinast, fara í meðferð og lifunartíma. 4. Hann fer yfir þá þjónustu og stuðning sem Framför og samstarfstarfs aðilar bjóða upp á. 5. Hann kynnir fræðsluumhverfið hjá Framför.
-
MarkþjálfunMarkþjálfun hjá Framför er samstarfsferli þar sem faglegur aðili aðstoðar þig við að greina þína stöðuna og setja þér markmið um framtíðina. Margir eiga erfitt með að taka fréttum um greiningu, eiga við hugsanir í meðferð eða að móta lífsleiðina eftir meðferð. Hvert verkefni á þessu ferðalagi hefur sína áskorun og markþjálfi aðstoðar þig við að taka á þessu. Viðfangsefni markþjálfara er að losa um þetta og til þess notar hann ákveðna tækni og sérhæfða aðferðarfræði. Að vinna með með markþjálfa er eins og að vinna með íþróttaþjálfara. Hann aðstoðar þig við að greina þá þætti sem þú þarf í þau verkefni sem þú ert að eiga við, vinnur með þér aðgerðaráætlun, hvetur þig á leiðinni og hjálpar þér að til að höndla málin betur. Markþjálfun er án endurgjalds. Fjöldi tíma er samkvæmt samkomulagi hverju sinni. Karlmenn sem eru greindir geta tekið maka með sér í markþjálfun. Markþjálfun hjá Framför er endurgjaldslaus fyrir félags- og styrktaraðila. Öll samtöl eru trúnaðarmál.
-
JafningastuðningurJafningjastuðningur er fyrir þá sem hafa fengið greiningu, eru í meðferð eða hafa lokið meðferð. Þeir stuðningsfulltrúar sem standa þér til boða eru á svipuðum aldri og hafa áður gengið í gegnum og upplifað sömu aðstæður. Þarna getur þú rætt við reynslubolta um það sem hann hefur upplifað og bætt þannig við þína þekkingu um það hvernig best er að takast á við málin hverju sinni. Þessir stuðningsfulltrúar hafa allir sérhæfða þjálfun til að taka svona samtöl og gera þetta í sjálfboðaliðsstarfi. Öll samtöl eru trúnaðarmál.