top of page
shutterstock_1432832468 (1)_vefur.jpg

Varstu að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli? Nánari upplýsingar á www.framforiheilsu.is/greining

Krabbamein í blöðruhálskirtli og okkar hlutverk

Krabbameinsfélagið Framför, félag karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda var stofnað þann 12. febrúar 2007. Tilgangur félagsins er að styðja karlmenn sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og maka þeirra og aðstandendur.

 

Krabbameinsfélagið Framför starfar í dag á landsvísu sem sjálfstætt áhugamannafélag og er aðili að Krabbameinsfélagi Íslands og í samstarfi við Ljósið (einn stjórnarmaður kemur frá þeim).

 

Megin verkefni félagsins eru:

  • Að ljá körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli rödd í almennri umræðu og tala þeirra máli við yfirvöld.

  • Að gefa út fræðsluefni um krabbamein í blöðruhálskirtli og fylgikvilla þess, bæði fyrir sjúklingana sjálfa og fyrir aðstandendur.

  • Stuðla að betri lífsgæðum hjá körlum sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendum.

  • Að skipuleggja fjölbreytt félagsstarf fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendur.

  • Halda uppi fræðslu um krabbamein í blöðruhálskirtli, við greiningu og eftir meðferðir.

  • Vinna að því að styrkja heilsugæslu, stuðla að forvörnum og efla snemmgreiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli.

Gerast félagsaðili að Framför

Að gerast félagi í FRAMFÖR er yfirlýsing um að styrkja og styðja við starfsemi, hlutverk og tilgang félagins.

Stuðningshópar til að miðla upplifun

Framför er með stuðningshópa fyrir bæði greinda aðila með krabbamein og þeirra maka.

Viðburðir framundan

Hér finnur þú upplýsingar um allt sem er framundan í starfinu hjá félaginu. Smelltu hér að neðan.

Reynslusögur  karlmanna

Það er ómetanlegt við greiningu á krabbameini í blöðruháls að heyra aðra segja frá sinni reynslu.

Hvað er krabbamein í blöðruhálskirtli? - myndband

Nýjustu fréttir hjá Krabbameinsfélaginu Framför - sjá allar fréttir

Sýnishorn úr upplýsingaveitu - sjá allt efni í upplýsingaveitu

Að upplifa krabbamein í blöðruhálskirtli - spjall við karla sem hafa greinst

Stuðningshópar

Aðstandendur

Tilgangur

Félagsmiðstöðin

Markþjálfun

Stuðningsnetið

Gerast félagsaðili

Góðir hálsar

Frískir menn

bottom of page