top of page

Vinaverkefnið hjá Framför

Stuðla að auknum samskiptum og tengslum hjá okkar mönnum

Við hjá Framför heyrum oft hjá karlmönnun við greiningu og í og eftir meðferð sem segjast hafa þörf fyrir tengsl við aðra í sambærilegri stöði. Við vitum um nokkur vinasambönd í gegnum síma þar sem aðilar tala reglulega saman. Einnig höfum við numið áhuga hjá mökum um að hittast.

Framför stefnir á að koma vinahópum af stað á sem flestum stöðum á landsbyggðinni og leggja grunn að tengilið til að halda utanum þetta verkefni á hverjum stað. Þetta verkefni væri unnið í samstarfi við aðildarfélög Krabbameinsfélagsins á hverju svæði.

Framför væri með skráningu inn í vinahópa á sinni vefsíðu og haldið væri utanum þátttöku og skráningar hjá Framför og menn flokkað niður í hópa eftir svæðum. Steftn er að því að vera með tengiliðum í hverjum hópi, en að öðru leiti væri algjör sjálfbærni um það hvernig hver og einn hópur starfaði.

shutterstock_41135461.jpg
shutterstock_62762887.jpg

Hugmyndir að umhverfi VINAhópa:

  • VINAhópar karla - almennur
    Framför hefur mikin áhuga á að tengja saman karla með blöðruhálskirtilskrabbamein í svokölluðu vinaverkefni og leggja grunn að svæðabundnum samböndum sem væru sjálfbær og nánari útfærsla á samskiptum væri undir hverjum hópi komið (sími, Zoom eða hittast).
     

  • VINAhópar maka
    Samhliða og í framhaldi af þessu umhverfi fyrir karlana hér að framan mundi verða komið á samskiptum (síma, Zoom eða hittast) á milli maka karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli. Byggt væri þarna á svipuðum grunn að hver hópur væri eftir að hafa verið startað, með sjálfbært umhverfi.
     

  • VINAhópar karla og heilsurækt
    Framför hefur áhuga á að fara af stað með vikulegan tíma í heilsurækt og hittast samhliða í léttu kaffispjalli. Félagið er komið með aðstöðu, en það þarf að fjármagna starfsmann sem mundi leiðbeina í heilsuræktinni.
     

  • VINA gönguhóparFramför hefur áhuga á að stofna til vikulegra léttra gönguferða fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka. Markmiðið fyrir utan hreyfingu væri að skapa tengsla á milli  hjóna sem eru að eiga við þetta verkefni, krabbamein í blöðruhálskirtli. Í öllum gönguferðum væri fararstjóri sem bæri ábyrgð á líðan þátttökuaðila og hefði reynslu og þekkingu til að takast á við aðstæður ef eitthvað kæmi upp á (það þarf að móta þær kröfur sem hér væri um að ræða).

bottom of page