top of page

STYRKJA KRABBAMEINSFÉLAGIÐ FRAMFÖR

Með því að gerast reglulegur (mánaðarlegur, árlegur) styrktarvinur hjá Krabbameinsfélaginu Framför stendur þú við bakið á körlum sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálsi og aðstandendum þeirra.

Almennur styrkur til Framfarar 

Ef þú vilt styrkja starfsemina hjá Framför er hægt að leggja inn á bankareikning félagsins 0101-26-062027, kennitalan hjá Framför er 620207-2330. Hér getur þú lagt Framför lið með stökum styrk til félagsins og stutt þannig við bakið á körlum sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendur þeirra.​ 

Þú getur valið að ánafna hluta af eignum þínum til Framfarar í erfðaskrá þinni.  Erfðagjöf er því ekki gjöf sem þú gefur í dag heldur mun hún berast eftir þinn dag. Erfðagjafir geta skipt félag eins og Framför einstaklega miklu máli og bera vott um einstakan hlýhug og velvilja í garð félagsins. 

Styrktarkort Framfarar er tilvalin gjöf við alls kyns tækifæri þar sem þú getur glatt góðan ástvin eða félaga og um leið gefið styrk til félagsins í hans nafni. Með því að kaupa styrktarkort styrkir þú Framför sem styður við bakið á körlum sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendum. Kostnaður við prentun korts og burðargjöld er innifalin í styrknum.​ Þetta verkefni er í vinnslu og vinsamlega hafðu samband í síma 5515565 eða með tölvupósti framfor@framfor.is.

Minningarframlag til Framfarar

Ef þú vilt styrkja Framför til minningar um einhvern þá er hægt að leggja inn á bankareikning félagsins 0101-26-062027, kennitalan hjá Framför er 620207-2330. Þú getur einnig sent minningarkort til aðstandenda en allur ágóði af þeim rennur til félagsins.

Minningarkort Framfarar eru falleg kort til að senda sem minningu um látinn félaga eða ástvin til aðstandenda. Allur ágóði af kortunum rennur til að byggja upp þjónustu- og stuðningaumhverfið hjá Framför. Þetta verkefni er í vinnslu og vinsamlega hafðu samband í síma 5515565 eða með tölvupósti framfor@framfor.is.

Church Candles
bottom of page