top of page

Traustir makar - stofnfundur 22. september kl. 16:30

Traustir makar er stuðningshópur sem verður formlega stofnaður 22. september 2021. Stofnfundurinn verður haldinn í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Einnig verður streymt frá fundinu á netiu. Nafnið á þessum stuðningshópi "Traustir makar" er með tilvísun í að 80% af karlmönnum sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli sækja mest af sínum stuðningi til maka.


Dagskrá stofnfundar:

  • 80% karla sækja stuðning til maka - Dr. Ásgeir R. Helgason

  • Kynning á Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins, á þjónustu hjá Ljósinu og á starfseminni hjá Framför

  • Upplifun á stuðningi hjá Framför: Laila Margrét Arnþórsdóttir

  • Stofnfundur á stuðningshópnum Traustir makar

Skráning á fundinn: (smella hér)

Linkur á streymi frá fundinum: https://livestream.com/krabb/framfor22092021


Tvær öflugar konur munu halda utanum stuðningshópinn til að byrja og þær eru Laila Margrét Arnþórsdóttir og Unnur Hjartarsdóttir


Makar og aðstandendur karlmanns með greiningu um krabbamein í blöðruhálskirtli geta átt jafn erfitt með að eiga við þetta verkefni og sá sem greinist. Afleiðingar af meðferð geta líka haft mikil áhrif á maka og aðra aðstandendur og þess vegna þarf þetta verkefni að vera samstarf.


Með þessum stuðningshópi maka gefst þeim tækifæri til að heyra frá öðrum hvernig best er að takast á við þetta umhverfi og að fræðast um þetta verkefni.


Í stuðningshópnum Traustir makar verður til að byrja með boðið upp á spjall- og umræðuumhverfi og í framtíðinni fjölbreytt úrval námskeiða, vinnustofa og fræðslu. Einnig verður fljótlega aðgengilegt fræðsluumhverfi á netinu fyrir þennan hóp.

60 views0 comments

Comments


bottom of page