top of page

70 manns tóku þátt í málþingi Bláa trefilsins

Laugardaginn 12. nóvember var haldið eitt stærsta málþing sem Krabbameinsfélagið Framför og Blái trefillinn hafa staðið fyrir um "Kyníf og nánd eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli". Guðmundur G. Hauksson framkvæmdastjóri hjá Framför kynnti málþingstjóra Henry Granz og síðan setti Þráinn Þorvaldsson stjórnarformaður hjá Framför málþingið formlega.

Jóna Ingibjörg flutti síðan grunnerindið á málþinginu og kom víða við í upplýsingum um kynheilbrigði og endurhæfingu á því hjá körlum sem hafa farið í meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli. Þar kynnti hún einnig nýjar viðmiðunarreglur um endurhæfingu í þessu umhverfi frá alþjóðlegum hópi.

Þá tók til máls Sigrún Júlíusdóttir prófessor í fjölskyldufræðum og fjallaði um aðstandendur þeirra sem greinast og hvaða áhrif þetta hafi á þá. Hún fjallaði líka um tengsl áfalla í æsku við sjúkdóma á efri árum.


Hér er slóð inn á hennar erindi: Stuðningur aðstandenda við greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli - Sigrún Júlíusdóttir prófessor

Að loknu erindinu hjá Sigrúnu kom innlegg frá Stefáni Stefánssyni atvinnulífsfræðingi um hans upplifun sem aðstandandi, en hann hefur misst bæði faðir og systir úr krabbameini og bróðir hans er að berjast í dag við krabbamein. Hann fjallaði um það hvernig þessir aðilar tóku þessu verkefni á mismunandi hátt og hvað hann lærði mikið af þeim í þessu öllu.

Að þessu loknu var tekið stutt hlé þar sem dagskráin hafði aðeins farið fram úr tíma. Það voru um 50 manns sem mættu á staðinn og um 20 mannns sem tóku þátt í streymi á netinu.

Eftir hlé kom Guðmundur Páll Ásgeirsson varaformaður hjá Krabbameinsfélaginu Framför og fjallaði um Euproms könnunina sem gerð var af Euomo evrópusamtökum karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þetta er fyrsta könnun sinnar tegundar sem gerð er af evróskum sjúklingasamtökum.


Tengill á erindi: Europroms - fyrirlestur og PP um niðurstöður könnunar (Guðmundur Páll Ásgeirsson)

Lokaerindið flutti síðan Guðmundur G. Hauksson framkvæmdastjóri hjá Krabbameinsfélaginu Framför og sagði hann frá samstarfi félagsins um verkefnið "Þín leið" við Félag þvagfæraskurðlækna á Íslandi um fimm þrepa umhverfi upplýsingaferla fyrir aðila sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þetta samstarf sem Krabbameinsfélagið og Ljósið eiga einnig aðild að, tryggir réttar upplýsingar á réttum stað í öllu ferlinu frá greiningu og við val á meðferðarleið. Næsta skref í þessu er að setja niður samskonar ferli eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli fyrir bæði karla sem fara í meðferð og þeirra maka.


Að lokum kynnti Jóna Ingibjörg kynfræðingur vinnusmiðjur í "Kynlíf og nánd fyrir karla sem hafa farið í meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli og þeirra maka sem haldin verður 28. janúar 2023. Nánar má skoða upplýsingar um þetta verkefni á www.framfor.is/kynlifognand


Þráinn Þorvaldsson stjórnarformaður hjá Krabbameinsfélaginu Framför fór síðan yfir stutta samantekt um efni þessa málþing og sagði mikið hafa breyst á þeim 14 árum sem hann hefði verið í virku eftirliti, en hann fór í geislameðferð fyrir um tveimur árum.84 views0 comments

Comments


bottom of page