Málþing: Meira en bara meðferðin
- hannes452
- 9 minutes ago
- 1 min read
Krabbameinsfélagið Framför býður til málþings í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, þriðjudaginn 11. nóvember 2025 kl. 16:00.
Þema málstofu Framfarar í ár er „Meira en bara meðferð“. Krabbamein snýst ekki aðeins um frumur og líffæri, heldur líka um manneskjuna sjálfa sem veikist.
Á málstofunni verða sagðar reynslusögur, rætt um andlegt og tilfinningalegt álag á sjúkling og fjölskyldu, bjargráð og þrautseigju.
Einnig verður fjallað um lækningamátt samræðu milli jafningja.
Fyrirlesarar koma frá Krabbameinsfélagi Íslands, Ljósinu og Krabbameinsfélaginu Framför.
Málþingið er haldið í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík þriðjudaginn 11. nóvember 2025 kl. 16:00-17:30.
DAGSKRÁ
Setning - Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður hjá Framför.
Bjargaði skimun mér? - Guðmundur Oddgeirsson hjá Framför.
Bjargráð - Harpa Ásdís Sigfúsdóttir hjá KÍ.
„Allt að koma” - Kjartan M. Kjartansson.
„Þú líka?“ - Matti Oswald frá Ljósinu.
Umræður og fyrirspurnir.
Ráðstefnuslit - Stefán Stefánsson framkvæmdastjóri hjá Framför.
Fundarstjóri - Hólmfríður Sigurðardóttir varaformaður hjá Framför.
Málþinginu verður streymt í streymisveitu Krabbameinsfélagsins





Comments