top of page

KYNLÍF OG NÁND EFTIR MEÐFERÐ VIÐ KRABBAMEINI Í BLÖÐRUHÁLSKIRTLI

Vinnusmiðja 11. maí 2024 kl. 09:45 - 13:30

Leiðbeinendur eru Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur og Lárus Jón Björnsson sjúkraþjálfari með sérhæfingu í karlaheilsu. 

Vinnusmiðjan er ætluð körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli og mökum þeirra. Tilgangur vinnusmiðjunnar er að styrkja pör í að höndla sameiginlega þær breytingar sem geta orðið á kynheilsu karla við meðferðir á krabbameini í blöðruhálskirtli svo sem breytingar á kynhvöt,  kynsvörun og nánd.

 

Hvers vegna að sækja námskeiðið:
Þegar karlar greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli er fyrsta viðbragðið ótti vegna þess að flestir tengja krabbabein við dauða. Meðferð þegar í stað er fyrsta viðbragð margra til þess að koma í veg fyrir dauða. Þegar karlar hafa verið upplýstir um að greining þarf ekki að leiða til dauða kemur næsta skrefið að varðveita
lífsgæðin. Meðferðin sem margir þurfa að fara í gegnum getur haft í för með sér breytingu á lífsgæðum, aukaverkanir eins og skerðing á kyngetu sem hefur áhrif á kynlíf og sambönd. Kynlífshlið sem afleiðing meðferðar er sjaldan rædd en hún hvílir þungt á þeim sem greinast og mökum. Krabbameinsfélagið Framför vill stuðla að því að kynlíf í kjölfar meðferðar verði rædd opinskátt en ekki haft í felum. Því er efnt til þessa námskeiðs. Kynlífi þarf alls ekki að vera lokið eftir meðferð en það verður öðruvísi. Þeir sem koma á námskeiðið munu komast að því.


Kynlífið, nándin og sambandið:
Vinnusmiðjan Kynlífið, nándin og sambandið er ætlað körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli og mökum þeirra. Markmið námskeiðsins er að veita fræðslu og þekkingu um þau fjölbreyttu áhrif sem veikindi, meðferðin og bati geta haft á kynlífið, nándina og sambandið.


Leiðbeinendur eru Indíana Rós, kynfræðingur og Lárus Jón Björnsson, sjúkraþjálfari sem hefur sérhæft sig í karlaheilsu. Lárus Jón mun fjalla um kynheilsu karla, áhrif krabbameinsmeðferðar á typpið sjálft, ris, skynsvörun og hvernig er hægt að hlúa að karla heilsunni fyrir, meðan og á eftir meðferð stendur.


Þá verður fjallað um sjálfsmildi og mikilvægi þess fyrir bæði sjálfan sig, maka og í parasambandinu. Hvernig erum við sem kynverur og hvað hefur áhrif á kynlöngun.


Þá skoðum við algengar breytingar á líkama og áhrif þess. Svo að sjálfsögðu fjöllum við um nánd, kynlífið og sambandið sjálft. Hvernig kynlífshandritið okkar er og hvaða breytingar við gætum þurft að gera og hvernig er það er hægt. 


Vinnusmiðjan verður sett upp bæði í formi fyrirlestrar, þar sem kostur er gefin á spurningum, en auk þess munu leiðbeinendur hafa einstaklings- og paraverkefni þess á milli. 


Áhersla er lögð á trúnað og virðingu í samskiptum. Þó öll séu hvött til að vera virkir þátttakendur í fræðslunni þá mun enginn þátttakandi þurfa deila persónulegum upplýsingum um sig og sína reynslu fyrir hópnum. Öll einstaklings- og paraverkefni eru einungis fyrir einstaklingin eða parið sjálft og er ekki skilað inn til leiðbeinanda.

 

Vinnusmiðjan verður haldin í Forvarnarmiðstöðinni Hverafold 1-3 í Grafarvogi í Reykjavík, nýrri aðstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Framför. Vinnusmiðjan verður laugardaginn 11. maí kl. 10:00 til 13:30 og húsið opnar kl. 09:45 og hægt að fá sér kaffi eða te. Hlé verður gert á vinnusmiðju kl. 11:00 – 11:20 og þá boðið upp á kaffi/te og meðlæti.

  • Þáttaka í vinnusmiðju kostar kr. 3000 fyrir hvern þátttakanda.

  • Þátttaka takmarkast við 20 manns (10 pör). Ef vinnusmiðja fyllist verður önnur haldin síðar.

  • Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur tjái sig um persónuleg málefni.

Skráning á Vinnusmiðju
Muna að skrá einnig maka.
bottom of page