Er virkt eftirlit rétt fyrir þig? Svarið við þessari spurningu er misjafnt og fer eftir fjölda þátta: formi þíns krabbameins í blöðruhálskirtli, aldri þínum og almennu heilsufari og einnig eru viðmiðin sem notuð eru til að karlar hafi val um að fara í virkt eftirlit er mismunandi frá lækni til læknis.
Í fyrsta lagi, hvað er virkt eftirlit? Lykilorðið hér er „virkt“. Þetta er ekki það sem læknar sögðu áður „vakandi bið“ þar sem karl með krabbamein í blöðruhálskirtli lét ekki fjarlægja krabbameinið eða meðhöndla það með geislun; hann lifði bara lífi sínu þangað til hann fékk einkenni og þá voru þessi einkenni meðhöndluð. Krabbameinið sjálft var ekki ágengt og margir af þessum mönnum dóu úr krabbameini - en vonin var að þeir yrðu nógu gamlir til að deyja úr einhverju öðru fyrst.
Virkt eftirlit er allt annað. Karlar sem hafa val um virkt eftirlit eru með krabbamein sem sýnir öll merki um að vera „góða“ tegundin af krabbameini: hægvaxandi, lítið magn (sem þýðir að það er ekki mjög mikið af því og jafnvel ekki í öllum vefjasýnum úr blöðruhálskirtilssýni), ekki árásargjarn.
Geta karlar lifað með hægvaxta krabbamein í blöðruhálskirtli í litlu magni. Algerlega. Sönnun þess er að finna á hverjum degi, í mörg þúsund krufningum sem gerðar eru um allan heim, hjá mönnum á áttræðisaldri og eldri sem dóu úr einhverju öðru - til dæmis hjartaáfalli. Síðan, við krufningu, lítur meinafræðingurinn á blöðruhálskirtil mannsins og sér krabbamein þar inni. Þetta krabbamein er það sem læknar kalla áhættulítið. Hægt vaxandi, lítið magn. Það situr þarna. Það veldur engum skaða og greinilega þurfti aldrei að meðhöndla það, því karlinn vissi aldrei að hann væri með það og dó af einhverju öðru. Þegar þvagfæralæknirinn Christopher Barbieri, læknir og doktor við deildina í Weill Cornell Medicine í New York Presbyterian, talar við sína sjúklinga sem eru að fara í virkt eftirlit, segir hann þeim: „Þú ert líklegri til að verða fyrir barðinu á strætó þegar þú verður 100 ára en að þetta krabbamein drepi þig. “
Tölum aðeins um krabbamein í blöðruhálskirtli í formi rándýrs. Árásargjarnasta krabbameinið er eins og fugl; það vex hratt og er mjög líklegt til að fljúga frá blöðruhálskirtlinum til annarra staða í líkamanum, sem gerir erfiðara fyrir að lækna það. Minnsta árásargjarn krabbameinið hreyfist hægt eins og skjaldbaka. Svo eru menn með krabbameinin þarna á milli - við skulum líta á það sem kanínu - krabbamein sem þarf að meðhöndla með skurðaðgerð eða geislun.
Einfalt krabbamein í blöðruhálskirtli er gæludýrakrabbamein; það gerir ekki mikið, en uppistaðan er að það þarf heldur ekki að meðhöndla það.
Mikilvægt atriði: Krabbamein er kannski ekki alltaf auðmjúkt. Frá fyrsta lífsýni og niðurstöðum rannsókna gæti það virst vera áhættulítið og eða í litlu magni, en í raun er meira krabbamein til staðar og lífsýnisnálin missti bara af því. Þannig að karlar sem velja virkt eftirlit mega ekki búast við það að eilífu að þeirra krabbamein verði í „einkenna stöðnunarflokkun“ - þú ert kannski með annað lífsýni og það bendir til þess að meira krabbamein sé til staðar eða að það sé kannski ekki svona hægfara . Svo ef þú velur virkt eftirlit, veistu að einhvern tíman gætir þú þurft að fara í aðgerð eða geisla.
Að velja virkt eftirlit - mundu að aðalorðið er „virkt“ - þýðir að þú verður að halda áfram að láta kíkja á krabbameinið. Þú verður að fá eftirfylgni með PSA prófum, greiningum og lífsýnisskoðunum, kannski einu sinni á ári, í mörg ár. Ef þú ert ungur maður, segjum 50 ára og þú gætir með sanngirni búist við að lifa 40 ár í viðbót, þá gæti þetta þýtt að þú verðir með blöðruhálskirtilinn fastan við nálar mörgum sinnum á ævinni. (kannski ekki þangað til þú verður 90 ára, en að minnsta kosti í um 15 ár í viðbót.) Lífsýni hafa sína áhættu. Þú vilt kannski ekki leggja þetta á þig.
Þú verður líka að geta lifa lífi þínu vitandi að þú ert með krabbamein. Ræður þú við þetta? Sumir menn geta það ekki. Að hugsa um krabbameinið þarna inni getur skapað kvíða. Fyrir þá er þetta eins og tímasprengja - þegar það er í raun og veru kannski alls ekki tímasprengja, heldur meira klukka sem tifar bara glaðlega og veldur ekki skaða - og þeir fara í aðgerð eða geislun bara fyrir hugarró.
Á hinn bóginn, ef þú getur lifað með því - í trausti þess að eftirlitið greini einhverjar breytingar ef það gerist og að ef þú þurfir að fá meðferð, þá missir þú ekki af þeim glugga þegar krabbameinið er enn lokað inn í blöðruhálskirtlinum og þú munt hafa nægan tíma til að taka þá ákvörðun - þá getur virkt eftirlit verið góður kostur fyrir þig.
Þýtt og endursagt frá The Prostate Cancer Foundation (PCF)
Comments