top of page

Virkjaðu tengingu huga og líkama gegn þínu krabbameini

Ef þú hefur greinst með krabbamein, hefur fundið læknateymi sem þú treystir og hefur ákveðið hvaða meðferðarúrræði hentar þér best (og það er kannski ekki endilega tafarlaus meðferð) er það mikilvægasta sem þú getur gert, að taka virkan þátt í þínum eigin bata.

Virtur geðlæknir og krabbameinsrannsakandi Dr. David Spiegel skrifaði: „Læknisfræðin hefur einbeitt sér svo mikið að því að ráðast á æxlið að hún hefur tilhneigingu til að hunsa líkamann sem er að takast á við æxlið og þær félagslegu og sálrænu breytur sem hafa áhrif á líkamsviðbrögð við innrás æxla.“


Þar sem ónæmiskerfi þitt er öflugasta vörnin sem þinn líkami hefur gegn krabbameini er þitt stærsta verkefni að gera allt sem þú getur til að styðja við það. Við vitum öll að hreyfing og rétt mataræði stuðlar að almennri heilsu og heilbrigðu ónæmiskerfi. Flestir sem lifa af krabbamein eru sammála um að vítamín og náttúrulyf hjálpa við að hámarka ónæmisstarfsemi og hefur gert þetta að virkum þætti í bataáætlun. Þitt verkefni stoppar ekki þar.


Rannsóknir á sviði geðheilbrigðissjúkdóma staðfesta það meginhlutverk sem okkar tilfinningar gegna í því að styðja við ónæmiskerfið og stuðla að lækningu. Það sem þú hugsar og þér finnst getur haft bein áhrif á heilsu þína. Flestir eru almennt sammála um að öflugasta ónæmisbælingin er langvarandi tilfinningalegt álag sem flæðir um líkamann með adrenalíni og kortisón afleiðum sem geta truflað getu ónæmiskerfisins til að leita að og eyðileggja krabbameinsfrumur. Auðvitað er þetta “Cats22” vegna þess að krabbameinsgreining kallar óhjákvæmilega á rússíbana af neikvæðum tilfinningum - ótta, reiði, kvíða, gremju, sorg, örvæntingu - sem allar geta bælt ónæmiskerfið. Þú getur ekki búist við að koma í veg fyrir þessar neikvæðu tilfinningar. Galdurinn er að viðurkenna þá staðreynd og neita síðan að festast í þeim.


Blóðrannsóknir hafa sýnt áberandi betri ónæmisstarfsemi meðal fólks sem treystir sínum tilfinningum. Að eiga náinn hóp stuðningsvina eða einfaldlega að hitta aðra í stuðningshóp einu sinni í viku getur aukið líkur á bata. Að æfa hugleiðslu og jákvæða sýn (það er til heilmikið af leiðbeinandi myndum og slökunar myndböndum) styður ónæmiskerfið og stuðlar að lækningu. Síðan er það uppáhalds ónæmisuppörvunin mín: hlátur. Þegar þú hlærð, aukast náttúrulegar drápsfrumur, sömuleiðis T frumur og B frumur sem berjast gegn sjúkdómum. Þannig að hvaða fæðubótarefni sem þú tekur, vertu viss um að hlæja með.


Umfram allt leikur lífsviljinn, tilfinning um bjartsýni og trú þín á þitt val um meðferð stórt hlutverk í þínum bata. Að sameina vilja til að lifa með von - djúpa fullvissu um að þú getir unnið á þessu krabbameini - hefur djúpstæð læknandi áhrif.


GREIN EFTIR RALPH BLUM


17 views0 comments
bottom of page