Ný rannsókn frá Harvard sem kom út þann 29. mars 2016 hjá European Urology hefur vakið mikla athygli. Gögnum í rannsóknina var safnað á árunum 1992 til 2010 fyrir tæplega 32 þúsund karlmenn. Meðalaldur þátttakenda var 59 ár þegar þeir svöruðu spurningum um hversu oft þeir hefðu sáðlát í hverjum mánuði á mismunandi tímum ævinnar. Þeim var svo fylgt eftir í 18 ár.
Í ljós kom að karlmenn sem sögðust hafa sáðlát 21 sinni í mánuði eða oftar borið saman við þá sem höfðu sáðlát 4-7 sinnum í mánuði, voru í 20% minni áhættu á að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þetta verndandi samband sást ekki þegar alvarlegri mein í blöðruhálskirtli voru skoðuð sérstaklega eða hjá þeim sem létust úr sjúkdómnum.
Það að hafa sáðlát oft í mánuði á aldrinum 20-29 ára, 40-49 ára og á efri árum var ávallt verndandi gegn krabbameini í blöðruhálskirtli.
Skilaboð eins af höfundum rannsóknarinnar voru þessi:
“Öruggt kynlíf getur verið gott fyrir blöðruhálskirtilinn!”
Comentários