top of page

Mjólk og krabbi í blöðru­hálskirtli

Íslensk­ir karl­ar sem neyttu mik­ill­ar mjólk­ur milli tekt­ar og tví­tugs voru þre­falt lík­legri til að grein­ast með blöðru­hálskirt­il­skrabba­mein en hinir sem drukku minna af mjólk á kynþroska­skeiði, sam­kvæmt ís­lenskri rann­sókn.

Rann­sókn­ir Jó­hönnu Eyrún­ar Torfa­dótt­ur nær­ing­ar­fræðings og doktorsnema hafa víða vakið at­hygli. Reu­ter-frétta­stof­an fjallaði ný­lega um rann­sókn Jó­hönnu. Hún fékk fyrr á þessu ári viður­kenn­ingu vel­ferðarráðuneyt­is­ins fyr­ir framúrsk­ar­andi verk­efni á sviði lýðheilsu, for­varna og heilsu­efl­ing­ar, eins og greint var frá á vef Há­skóla Íslands.


Doktor­s­verk­efni Jó­hönnu við HÍ er um krabba­mein í blöðru­hálskirtli en það er al­geng­asta krabba­mein meðal karl­manna í vest­ræn­um ríkj­um og hef­ur lítið verið vitað um or­sak­ir þess.


„Jó­hanna not­ar gögn Hjarta­vernd­ar og Krabba­meins­skrár til að greina hvort bú­setu­tengd­ar fæðuvenj­ur á yngri árum, s.s. mjólk­ur-, korn- og fiskneysla, hafi áhrif á áhætt­una á að grein­ast með krabba­mein í blöðru­hálskirtli síðar á lífs­leiðinni. Fáar rann­sókn­ir eru til um tengsl nær­ing­ar á fyrri ævi­skeiðum og áhættu á krabba­meini síðar á æv­inni.

Í fyrsta hluta doktor­s­verk­efn­is Jó­hönnu hef­ur fund­ist auk­in áhætta milli bú­setu í sveit snemma á tutt­ug­ustu öld­inni við langt gengið krabba­mein í blöðru­hálskirtli. Á þeim tíma voru fæðuvenj­ur al­mennt fá­breytt­ar og mjólk­ur­neysla tals­vert meiri í sveit­um borið sam­an við bú­setu í Reykja­vík.


Einnig fannst sam­band milli tíðrar mjólk­ur­neyslu á unglings­ár­um við langt gengið krabba­mein í blöðru­hálskirtli. Eft­ir því sem best er vitað hef­ur ekki áður fund­ist sam­band milli fæðuvenja snemma á æv­inni við áhættu á að grein­ast með krabba­mein í blöðru­hálskirtli seinna á æv­inni.


Þörf er á fleiri rann­sókn­um sem kanna tengsl mataræðis á yngri árum við krabba­mein í blöðru­hálskirtli en engu að síður geta niður­stöður rann­sókn­ar Jó­hönnu opnað nýja mögu­leika til for­varna.


Sam­starfsaðilar Jó­hönnu við rann­sókn­ina eru Hjarta­vernd, Krabba­meins­skrá og Har­vard School of Pu­blic Health,“ sagði í frétt HÍ.

Jó­hanna sagði við Reu­ters að frek­ari rann­sókna væri þörf og lagði hún áherslu á var­færni við túlk­un niðurstaðna. Fram kem­ur í frétt Reu­ters að notuð hafi verið gögn um meira en 2.200 karla fædda á ár­un­um 1907-1937. Af 463 körl­um sem sögðust hafa drukkið mjólk sjaldn­ar en dag­lega hafði 1% fengið langt gengið krabba­mein sem leiddi til dauða.


Sam­svar­andi hlut­fall var 3% hjá meira en 1.800 körl­um sem kváðust hafa drukkið mjólk að minnsta kosti dag­lega á unglings­ár­um. Fleiri áhrifaþætt­ir kunna að koma þarna við sögu en mjólk­ur­drykkj­an ein, eins og Jó­hanna benti á í sam­tali við Reu­ters.

Hún seg­ir ekki hægt að mæla með því að tán­ings­pilt­ar breyti mat­ar­venj­um sín­um á grund­velli þess­ara gagna einna. Þarna sé ein­ung­is horft á áhættuþætti eins sjúk­dóms en taka verði fleira til greina, m.a. bein­heilsu.


Dr. Matt­hew Cooper­berg, þvag­færa­lækn­ir við Kali­forn­íu­há­skóla, tók und­ir það. Hann sagði of snemmt að segja að mjólk­ur­drykkja ylli blöðru­hálskirt­il­skrabba­meini. Hægt væri að ræða um ákveðin tengsl en það væri erfitt að sanna beina or­sök. Þá bætti hann því við að fólk ætti ekki að ótt­ast mjólk­ur­drykkju og hún hefði margskon­ar góð heilsu­fars­leg áhrif á unglings­ár­um.


Grein sem birtist á mbl.is eftir Jó­hanna Eyrún Torfa­dótt­ir doktorsnemi.

29 views0 comments

Commentaires


bottom of page