top of page

Frískir menn - ný tegund stuðningshóps á netinu.

Einstakt tækifæri til þess að vera þátttakandi í brautryðjandastarfi.

Árið 2014 var stofnaður stuðningshópurinn Frískir menn, sérstakur hópur fyrir karla sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli, en valið virkt eftirlit í stað þess að fara í meðferð. Stuðningshópurinn Frískir menn er hluti af starfseminni hjá Krabbameinsfélaginu Framför.


Þetta er lokaður hópur einstaklinga sem hittist fjórum sinnum á vetri í september, nóvember, febrúar og maí. Þátttakendur hafa lýst yfir mikilli ánægju með hópinn og það trúnaðarsamband sem myndaðist milli félaga og skiptir miklu máli fyrir menn sem greinast með þetta krabbamein. Mikilvægt er að fá tækifæri til þess að ræða í trúnaði við aðra karla í sömu stöðu.

Nú er ætlunin að fara inn á nýjar brautir með starfsemina og nota nýjustu tækni í samskiptum þ.e. að hittast á netinu. Með þessu er líka verið að gera körlum utan höfuðborgarsvæðisins auðveldara að taka þátt í starfi stuðningshópsins.

Fundarefni á hvejum fundi verður eftirfarandi:

  • Hringborðið: hver og einn segir frá reynslu sinni og stöðu.

  • Fróðleikur sem þátttakendur hafa aflað sér um virkt eftirlit og krabbamein

  • Annað sem mönnum býr í brjósti

  • Stundum taka þátt sérfróðir aðilar sem kynna mál og svara fyrirspurnum.

Framför leitar að 12 einstaklingum vítt og breytt um landið til þess að taka þátt í fyrsta nethópnum, en stefnt er að því að vera með hámark15 til 20 menn í hverjum hópi.


Þú færð þennan póst þar sem þú ert skráður í stuðningshópinn Frískir menn. Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt í þessum fyrsta nethóp, vinsamlega skráðu þig hér (smella)

Við minnum á að alltaf hægt er að hafa samband við Framför í þjónustusímanum 5515565 eða með tölvupósti á gudmundur@framfor.is. Við minnum á að alltaf er hægt er að hafa samband við Framför í þjónustusímanum 5515565 eða með tölvupósti á gudmundur@framfor.is. Nánari upplýsingar á www.framfor.is


82 views0 comments
bottom of page