top of page

Ef þú hefur greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli þarfu að taka þátt í þessari könnun!

Evrópuráð Euomo, evrópusamtök blöðruhálskirtilsgreindra manna samþykkti í lok árs 2022 ráðleggingar um skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli. Þessi ákvörðun var mikið ánægjuefni og loksins stefnir í að Europa UOMO upplifi að nú sé að rætast 20 ára gamlan draumur, sem er að koma á áhættutengdri skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli í Evrópu.


Ef þú hefur greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli þarfu að taka þátt í þessari könnun!

Lykilorð: praise_U

ESB hefur samþykkt PRAISE-U verkefnið með EAU (European Association of Urology - Evrópusamtök þvagfæraskurðlækna) sem leiðtoga um skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli. Í þessu verkefni á EUOMO fulltrúa. Einn af fyrstu þáttum verkefnisins er að fræðast meira um álit sjúklinga og fagfólks varðandi skimun. Þetta verður gert með könnun í flestum löndum sem eru með aðild að EUOMO í Evrópu.


Krabbameinsfélagið Framför er fulltrúi EUOMO í þessu verkefni hér á landi, en markmiðið er að fá svör frá sem flestum sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli til að svara þessari könnun. Nauðsynlegt er að fá sem flest svör frá hverju landi. Könnunin er sett fram á mörgum mismunandi tungumálum. Þeir sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli eru beðnir um að gefa hreinskilið álit þó ekki sé (eins og vitað er) nein skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli í boði á Íslandi.


PRAISE-U verkefnið byggir á því að fá upplýsingar um hvað sjúklingum finnst um skimun og mikilvæg atriði sem standa í vegi fyrir því að lækka fjölda dauðsfalla af krabbameini í blöðruhálskirtli og fækka körlum sem greinast með langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli.


Ef þú hefur greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli þarfu að taka þátt í þessari könnun!

Lykilorð: praise_U

41 views0 comments

Comments


bottom of page