top of page

Ýmislegt nýtt í meðferð við krabbameini

Betra að fara strax í lyfjameðferð ef krabbamein í blöðruhálsi tekur sig upp.

Rannsókn á krabbameini í blöðruhálsi skoðað í Frakklandi. Lífslíkur karlmanna með blöðruhálskirtilskrabbamein sem hefur dreift sér lengjast um allt að eitt ár með nýrri meðferð sem var kynnt á læknaráðstefnu sem fór fram í Bandaríkjunum um helgina.

Lífslíkur karlmanna með blöðruhálskirtilskrabbamein sem hefur dreift sér lengjast um allt að eitt ár nýrri meðferð sem var kynnt á læknaráðstefnu sem fór fram í Bandaríkjunum um helgina.með


Rannsóknin náði til 790 karlmanna sem höfðu greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein með meinvörpum, sem þýðir að sjúkdómur hefur dreift sér utan blöðruhálskirtilsins. Með því að bæta krabbameinslyfjameðferðinni docetaxel við hefðbundna hormónameðferð dóu færri sjúklingar og margir lifðu lengur. Þeir sem fengu hefðbundna hormónameðferð lifðu að meðaltali í 44 mánuði og eftir 29 mánuði höfðu 136 menn látist í þeim hópi. Meðallíftími þeirra sem fengu líka docetaxel lyfjameðferð var 57,6 mánuðir og eftir 29 mánuði höfðu 101 látist í þeim hópi. AFP greinir frá.

Þá kom fram að margir karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli hafni lyfjameðferð eins lengi og mögulegt er af ótta við aukaverkanir. En rannsóknin sýnir að þeir menn sem voru með langt genginn sjúkdóm og þáðu lyfjameðferð strax lifðu að meðaltali nærri 14 mánuðum lengur en þeir sem höfnuðu lyfjameðferð. Niðurstöðurnar eiga við nokkuð þröngan hóp sjúklinga sem eru með útbreitt blöðruhálskirtilskrabbamein eða með krabbamein sem hefur tekið sig upp aftur eftir aðgerð eða geislameðferð.


Grein birtist á www.mbl.is 4. júní 2014

47 views0 comments
bottom of page