top of page

Upplýsinga- og þjónustuumhverfið er ekki sniðið að körlum

Guðjón Haraldsson skurðlæknir talar hér tæpitungulaust um karlmenn á ráðstefnunni „Ég er karlmaður, ég get veikst, ég get grátið" sem var haldin af Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Framför, Góðum hálsum og Krabbameinsfélagi Reykjavíkur 14. mars 2013.

Guðjón sagði:


“Við karlmenn erum kannski í öðru tjáningarformi en konurnar. Okkur finnst að heilbrigðiskerfið og sú þjónusta sem við karlmenn séum að fá sé meira kvennasnið heldur en karlasnið.

Kannski er ástæðan sú að konur sækja þetta umhverfi mest og eðlilegt að setja umhverfið fram samkvæmt því.


Sá sem tekur á móti okkur er kannski kona og bæklingarnir sem liggja þarna frammi eru um brjóstaskoðun, leghálsskoðun eða breytingaskeiðið. Þarna er oftast lítið að finna sem snýr að okkur.

Þú færð síðan lyfseðil og ferð í apótek og þar tekur á móti þér kona og þú þarft að ganga í gegnum skerjagarð af snyrtivörum og fegurðarhlutum.


Heilsufarsvandamál karla eru ólík þeim sem konur eru að eiga við og karlar nálgast þetta umhverfi með allt öðrum hætti en konur. Það er full ástæða til að fylgjast betur með heilsufari karla en gert hefur verið. Auka þarf áróður og fræðslu til karla”.


Nú eru fjórtán ár liðin frá þessum ummælum hjá Guðjóni Haraldssyni skurðlækni. Hefur eitthvað breyst? Líklega ekki mikið, en þessu ætlar Framför að breyta og eitt af aðalmarkmiðum félagsins er að breyta þessum kvenlægu forsendum í heilbrigðis og umönnunarumhverfi okkar í að karlmenn finni sig eiga þarna heima.

65 views0 comments
bottom of page