top of page

Skimun vegna krabba­meins í blöðru­hálskirtli sögð „bit­laust verk­færi“

Skimun fyr­ir krabba­meini í blöðru­hálskirtli bjarg­ar ekki manns­líf­um og kann að hafa meira illt í för með sér en gott ef marka má niður­stöður viðamik­ill­ar rann­sókn­ar sem fjár­mögnuð var af góðgerðarsam­tök­un­um Cancer Rese­arch UK.



Fram kem­ur á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að um sé að ræða stærstu rann­sókn sem gerð hafi verið á gildi svo­nefndra PSA-prófa en niður­stöður henn­ar séu þær að dán­artíðni á meðal karla var hliðstæð óháð því hvort þeir fóru í skimun eða ekki. Aðstand­end­ur rann­sókn­ar­inn­ar segja enn­frem­ur að blóðrann­sókn á ein­kenna­laus­um körl­um leiddi í ljós í sum­um til­fell­um æxli sem væri ólík­legt að yrði skaðleg og í öðrum til­fell­um kæmu ban­væn æxli ekki í ljós í slíkri skimun.


Með nú­ver­andi aðferðum væri ekki hægt að greina á milli góðkynja og ill­kynja æxla í blöðru­hálskirtli. Flest slík æxli væru góðkynja og ljóst væri að ein­kenna­laus­ir karl­ar gætu lifað án þess að gang­ast und­ir meðferð. Þær aðferðir sem not­ast sé við þýddu ónauðsyn­leg­ar áhyggj­ur og meðferð fyr­ir karla sem ann­ars hefðu aldrei orðið fyr­ir óþæg­ind­um vegna þess og sem gæti haft í för með sér al­var­leg­ar auka­verk­an­ir eins og getu­leysi. Þá færu raun­veru­leg ban­væn æxli í ýms­um til­fell­um fram­hjá slíkri skimun.


Haft er eft­ir sér­fræðing­um að niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýndu að nauðsyn­legt væri að finna nýj­ar og ná­kvæm­ari leiðir til þess að greina ill­kynja æxli í blöðru­hálskirtli. Haft er eft­ir dr. Rich­ard Roope að PSA-skimun fyr­ir blöðru­hálskirt­il­skrabba­meini sé „bit­laust verk­færi“ í þeim efn­um. Fram kem­ur í frétt­inni að ráðgjafa­nefnd breska stjórn­valda þegar kem­ur að skimun á heil­brigðis­sviði mæl­ir ekki með því að PSA-skimun sé notuð til þess að greina krabba­mein í blöðru­hálskirtli.


Rann­sókn­in náði til yfir 400 þúsund karl­manna á aldr­in­um 50-69 ára en niður­stöður henn­ar voru birt­ar í lækna­tíma­rit­inu Journal of the American Medical Associati­on.


24 views0 comments
bottom of page