top of page

Mál­þing: Krabba­mein í blöðru­háls­kirtli - líf og líð­an karla eft­ir með­ferð

Hádegismálþing í tilefni af Mottumars þar sem áhersla verður lögð á líf og líðan eftir meðferð við blöðruhálskirtilskrabbameini.


Á málþinginu verður fjallað um þá fylgikvilla sem geta fylgt sjúkdómnum og meðferðinni og hvað menn geta gert til að draga úr einkennum og bæta líðan. Dagskrá og nánari upplýsingar birtast á næstu dögum.


Málþingið verður haldið þann 31. mars kl. 11:30-13:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Einnig verður boðið upp á streymi. Boðið verður upp á léttar veitingar. Húsið opnar kl 11.



Dagskrá:

Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir eftir meðferð við blöðruhálskirtilskrabbameini

Vigdís Eva Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu


Kynning á Lífsgæðarannsókn

Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs - Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu 


Fylgikvillar meðferðar við blöðruhálskirtilskrabbameini - er hægt að gera eitthvað?

Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu  Lárus Jón Björnsson (Lalli), sjúkraþjálfari 


Reynslusaga 

Hjónin Ágúst Þór Gunnarsson og Hólmfríður Sigurðardóttir


Fundarstjóri:

Helgi Björnsson, hjá Krabbameinsfélaginu 

Comments


bottom of page