top of page

Krabbameinsfélagið Framför opnar formlega félagsmiðstöðina Hellirinn fimmtudaginn 21. mars kl. 16:00 í aðstöðu félagsins í Grafarvogi

Formleg opnum á félagmiðstöðinni Hellirinn verður fimmtudaginn 21. mars kl. 16:00 í aðstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Framför í verslunarmiðstöðinni Hverfold 1-3 í Grafarvogi. Í tilefni þessa verður boðið upp á brauðtertur yfir léttu spjalli - sjá nánar



Nafnið Hellirinn er myndlíking fyrir það að við sem erum eldri karlmenn eigum það til að einangra okkur og sækja tilfinningalegan stuðning mest til okkar maka. Markmiðið með félagslega samfélaginu Hellinum er að stuðla að aukinni félagslegri virkni, fræðslu og betri lífsgæðum. Við köllum þetta "Hellirinn" vegna þess að þetta umhverfi okkar er sérhæft fyrir karlmenn og hugsað til að opna hellana okkar og tengja þá saman.



Gert er ráð fyrir fjölbreyttum þáttum og viðburðum sem sumir eru í hverri viku og öðrum sem væru mánaðarlega og blanda saman í þessu mismunandi hlutum og upplifun. Dagskráin tekur einnig mið af mismunandi árstíðum - sjá nánar um Hellirinn


TILEFNI: Opnun á félagsmiðstöðinni Hellinum sem starfrækt er af Krabbameinsfélaginu Framför (sjá).


HVAR OG HVENÆR: Fimmtudaginn 21. mars kl. 16:00 í aðstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Framför í Hverafold 1-3 í Grafarvogi (gengið inn innst á efra plani í gegnum aðalinngang og strax til vinstri).


STJÓRNANDI: Stefán Stefánsson framkvæmdastjóri hjá Krabbameinsfélaginu Framför

Engin formleg skráning, bara að mæta og taka þátt í umræðunni.

74 views0 comments

Comments


bottom of page