top of page

Góð mæting hjá Blöðruhálsunum/Góðum hálsum

Mánaðarlegur spjallfundur hjá Blöðruhálsunum/Góðum hálsum var haldinn í Ljósinu þriðjudaginn 14. september kl. 17:30. Mjög góð mæting var á fundinn, en það komu yfir 20 manns.

Jakob Garðarsson stjórnarmaður hjá Framför og stofnandi Blöðruhálsa stýrði umræðunni og þarna fór fram áhugavert spjall um flest allt sem tengist krabbmeini í blöðruhálskirtli og aukaverkunum eftir meðferðir. Margir nýir aðilar mættu og það var áhugavert að heyra þeirra upplifun sem var mjög fjölbreytt.


Þessi góða aðsókn og fjölbreytt spjall um þetta umhverfi sýnir að mikill áhugi er fyrir svona jafningjaumhverfi og þarna fer fram mikil fræðsla og miðlun á reynslu sem nýtist síðan hverjum og einum þátttakana.

24 views0 comments
bottom of page