top of page

Framför í heilsu - 5 atriði sem geta gefið körlum allt að 12 ár í viðbót samkvæmt Harvard rannsókn

Framför hefur samþykkt að setja af stað metnaðarfullt verkefni www.framforogfyrirtaeki.is sem ætlað er að stuðla að betri heilsu karlmanna 50 ára og eldri og leggja grunn að heilsueftirliti varðandi skimun fyrir krabbameini í blöðruhálsi. Þetta verkefni verður unnið í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir sem eru með karlmenn yfir fimmtugt í starfi. Til að stuðla að betri heilsu verður lögð áhersla á að byggja upp lífstíl sem leggur grunn að betri heilsu á efri árum. Áherslan í þessu verkefni verður því á sömu atriði og koma fram í rannsókn Harvard háskóla eða hreyfingu, hollt og fjölbreytt mataræði, mikilvægi þess að viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd, ekki drekka of mikið áfengi og reykja ekki.


Vísindamenn við Harvard háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum segja að fimm tiltölulega einföld atriði, sem flestir ættu að geta tamið sér, geti lengt líf okkar um allt að fjórtán ár.


Þau atriði sem vísindamenn nefna til sögunnar eru þó ekki ný af nálinni, ef svo má segja, en það sem kemur kannski á óvart er það hversu mikil áhrif þessi atriði hafa.


Þau fimm atriði sem vísindamenn nefna til sögunnar eru:

  1. Hreyfing,

  2. Hollt og fjölbreytt mataræði

  3. Mikilvægi þess að viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd

  4. Ekki drekka of mikið áfengi

  5. Ekki reykja.

Hálftími á dag kemur skapinu í lag

Með hreyfingu er átt við 30 mínútna hreyfing undir meðalmiklu eða miklu álagi, hófleg drykkja er eitt glas (150 ml) af léttvíni á dag hjá konum en allt að tvö glös hjá körlum.

Þá er heilbrigð líkamsþyngd metin út frá BMI-stuðli á bilinu 18,5 til 24,9.


Telja vísindamenn að ef fólk temur sér þennan lífsstíl, öll þau fimm atriði sem hér eru talin upp, geti konur lifað fjórtán árum lengur en ella og karlar tólf árum lengur.


Niðurstöður samanburðarrannsóknar hvað þetta varðar birtust nýlega í tímaritinu Circulation. Skoðaðar voru fjölmargar rannsóknir, allt að 30 ár aftur í tímann, þar sem finna mátti upplýsingar um 78 þúsund konur og 44 þúsund karla.


Heilbrigður lífsstíll skiptir sköpum

Við fimmtugt gátu konur sem tömdu sér öll fimm atriðin vænst þess að lifa í 43 ár til viðbótar á meðan konur sem tömdu sér ekkert þessara fimm atriða gátu vænst þess að lifa í 29 ár til viðbótar. Munurinn er heil fjórtán ár.


Karlmenn sem tömdu sér öll þessi atriði geta vænst þess að lifa í 37,6 ár til viðbótar en 25,5 ár ef þeir tömdu sér ekkert þessara atriða.

„Þegar við héldum af stað í þessa rannsókn reiknaði ég að sjálfsögðu með því að sjá mun,“ segir Meir Stampfer, einn þeirra vísindamanna sem stóð fyrir skýrslunni, í samtali við Guardian. „En það sem kom mest á óvart var þessi mikli munur,“ bætir hún við.


Þeir sem temja sér heilbrigðari lífsstíl eru síður líklegri til að þjást af alvarlegum sjúkdómum síðar meir, til dæmis krabbameini eða hjartasjúkdómum.


150 views0 comments
bottom of page