top of page

Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands 2021

Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands var haldinn laugardaginn 29. maí 2021 á Selfossi af því tilefni að Krabbameinsfélag Árnessýslu er 50 ára á þessu ári. Fulltrú Framfarar á þessum fundi var framkvæmdastjóri félagsins Guðmundur G. Hauksson. Á þessum aðalfundi kom vel fram hversu sterk staða Krabbameinsfélagsins er í íslensku samfélagi.

Á þessum aðalfundi var samþykkt tillaga stjórnar um að styrkja viðbyggingu K deildar Landspítalans um 350 milljónir og standa að þjóðarsöfnum sem gæti skilað allt að 100 milljónum til viðbótar. Þetta framlag er skilyrt varðandi þátttöku ríkisins í þessu verkefni og að stefnt verði að því að opna hinn nýja meðferðarkjarna við krabbameinum á árinu 2024.

Að aðalfundi loknum tók Krabbameinsfélag Árnessýslu á móti fundarfólki með veglegri afmælisveislu í hinu nýopnaða húsnæði félagsins á Selfossi.


33 views0 comments
bottom of page