top of page

Aðalfundur hjá Krabbameinsfélaginu Framför 2024Þann 6. júní 2024 var haldinn aðalfundur hjá Krabbameinsfélaginu Framför. Henry Granz var kjörinn fundarstjóri og Stefán Stefánsson fundarritari. Formaður félagsins Guðmundur Páll Ásgeirsson fór yfir ársskýrslu félagsins fyrir árið 2023 og sagði þetta ár hafa að mörgu leiti verið umbrotatíma hjá félaginu og að félagið hefði verið að móta sig upp á nýtt eftir að hafa flutt sína aðstöðu frá Krabbameinsfélaginu til Forvarnarmiðstöðvarinnar í Hverafold 1-3 í Grafarvogi í Reykjavík. Haldið hefði verið áfram með þau föstu verkefni sem eru hjá félaginu s.s. vitundarvakningun og fjáröflunarverkefnið Bláa trefilinn og vefritið Hellisbúa. Einnig hefði verið farið af stað með útsendingu á einskiptis gíróseðlum í nóvember og desember sem skilað ágætum árangi í styrkjum.


Stefán Stefánsson framkvæmdastjóri félagsins fór yfir reikninga félagsins fyrir árið 2023, en tap varð á árinu upp á kr. 1.614.767,- Velta félagsins nærri tvöfaldaðist á milli ára, en þetta er annað árið í röð sem félagið er rekið með tapi. Jákvætt er þó að tapið minnkaði mikið á milli ára og stefnt er að því að ná jákvæðri stöðu í rekstrinum á árinu 2024. Tapið hefur verið fjármagnað með láni frá Þránni Þorvaldssyni fyrrverandi formanni félgasins til margra ára. Hægt er að sjá á reikningum hvernig þróunin er í stórum fjáröflunum eins og Bláa treflinum, en tekjur í verkefninu aukast mjög mikið á milli ára. Hellisbúinn og einskiptis styrkir kemur nýtt inn á árinu og skila ágætis tekjum. Þessi verkefni eru öll mikil vitundarvakning og mikil fjárfesting inn í framtíðina fyrir félagið.


Ný og öflug stjórn var kosin og í henni eru Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður, Guðmundur G. Hauksson varaformaður, Hinrik Greipsson gjaldkeri og Gylfi Gunnarsson meðstjórnandi. Varamenn eru Þráinn Þorvaldsson og Henry Granz. Fulltrúi fyrir Blöðruhálsa/Góða háls er Jakob Garðarsson og fulltrúi fyrir Trausta maka er Hólmfríður Sigurðardóttir. Endurskoðendur er áfram Óskar Magnússon og Þórir Steingrímsson.

13 views0 comments

Comments


bottom of page