top of page
Tolli_svarthvit.jpg
Hér þurfa menn að taka sér tak
Helgi P. og Tolli
Helgip_sh.jpg

Tolli Morhens ræðir hér hispurslaust um reynslu sína af því að fá krabbamein í þættinum Fólk með Sirrý á Hringbraut.

Tolli kveðst í þættinum hafa farið árlega í blóðprufu og tékk hjá heimilislækninum og þar hafi komið að því að eitthvað var að. Hann segir að karlmenn klikki ekki á því að fara með bílinn sinn í skoðun árlega og fara með hann alltaf á verkstæði ef gult ljós blikkar og jafnvel þó ekkert viðvörunarljós komi upp. En þó þeir sjálfir séu komnir á rauða ljósið fari þeir ekki í skoðun hjá lækni.

 

Hér þurfa menn að taka sér tak.

Hann hvetur karla til að fylgjast með líðan sinni. Sjálfur byrjaði hann að fá viðvörum þegar hann þurfti að fara á klósettið oft á nóttunni. En hann kenndi aldrinum um þetta. Sú var þó ekki raunin heldur var hann með krabbamein í blöðrunni.

Tónlistarmaðurinn Helgi Pétursson er sessunautur Tolla í þættinum og er jafn ófeiminn og hann að lýsa reynslu sinni af viðureign við krabbamein. 

bottom of page