top of page

Aðildarfélög - skráning fulltrúa á Zoom fund
- þarfagreining á þjónustu, fræðslu og upplýsingum á netinu fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli 

Þarfagreining/umræðufundur fimmtudaginn 29. apríl 2021 kl. 17:30

Framför stofnar til umræðufundar/þarfagreiningar um fræðslu, stuðning og upplýsingar sem gott væri að hafa aðgengilegt á netinu. Þetta verkefni er hluti af stefnumörkun hjá Framför um framboð á efni á fræðslunetinu www.framfor.is/fraedslunet

Skráning fulltrúa á Zoom fund 29. apríl

Digital Design

Nánari lýsing á Zoom fundi/þarfagreiningu  29. apríl 2021:


- greining og stefnumótun um uppbyggingu á félagslegu umhverfi, þjónustu, stuðningi og fræðslu á netinu fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli

Framför telur að mikil þörf sé fyrir sérhæft stuðningsumhverfi á netinu sem byggð verði á þörfum karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli. Framför er hér að vinna þarfagreiningu á þessu umhverfi varðandi félagslega starfsemi, þjónustu, stuðning og fræðslu fyrir karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka.

Stefnumótun um aðgengilegt efni á netinu verði útfært á grunni þessarar þarfagreiningar í samstarfi við Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins og Ljósið. Byrjað verður á að skilgreina hvaða þjónusta sé þegar fyrir hendi hjá þessum eða öðrum aðilum og síðan metið á grunni þeirrar niðurstöðu, hverju þurfi að bæta við og byggja upp varðandi félagslegt umhverfi, þjónustu, stuðning og fræðslu sem ekki er þegar fyrir hendi.

Þessi umræða innifelur fræðslu, upplýsingagjöf, félagslega starfsemi og ráðgjöf, réttindaráðgjöf, félagslegan stuðning, jafningjastuðning og annað efni á netinu (með fagfólki frá samstarfsaðilum eins og Ráðgjafaþjónustu ef við á) eða í beinni aðkomu sem þörf verður talið á tengt hverri stöðu í krabbameinsferli karla með krabbamein í blöðruhálskirtli (greining, virkt eftirlit, meðferð, eftir meðferð og umhverfi maka).

Umræðuflokkar:

  • Fræðsla

  • Þjónusta

  • Upplýsingar

  • Stuðningshópar

  • Vinaverkefni/nánd

  • Stuðningur maka

bottom of page