top of page

Stór hluti fer í óþarfa krabbameinsmeðferð

Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár telur að margir karlar fari að óþörfu í meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli. Meirihluti karla á sextugsaldri er með krabbamein í blöðruhálskirtli en oftast er meinið þó sofandi og hættulítið.


Krabbamein geta verið mismunandi. Algengt er að blöðruhálskirtilskrabbamein séu sofandi og staðbundin. En meinin geta einnig verið vakandi og hættuleg og árlega deyja um fimmtíu af völdum þess á Íslandi. Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir meirihluta þeirra sem bera sjúkdóminn hafa óvirka útgáfu hans. „Meirihluti karla á milli fimmtugs og sextugs er með krabbamein í blöðruhálskirtli. Ekki nema brot af þeim deyr völdum sjúkdómsins þó þeir séu sannarlega margir. Meirihlutinn er með svokallað sofandi krabbamein en minnihlutinn er með vont alvarlegt krabbamein,“ segir hún.


PSA mælingar hafa verið notaðar til að skera úr um hvort menn séu með mein í blöðruhálskirtli eða ekki. Prófin segja hins vegar ekki til um hvort meinið sé sofandi eða vakandi. „Fyrir hvern einn sem greinist að þá eru kannski hátt í 50 sem fara að óþörfu í meðferð, það hefur verið sýnt fram á það,“ segir Laufey.


Hálft prósent hefur genið Það sést á því að krufðir hafa verið stórir hópar af karlmönnum, sem hafa dáið af ýmsum orsökum öðrum en blöðruhálskirtilskrabbameini,“ segir Laufey. Líkur eru á að eitthvað skaddist þegar kirtillinn er skorinn burt. Hætta er á ristruflunum og þvagleka sem menn þurfa að eiga við, jafnvel í áratugi. Laufey telur því oft  betra að sleppa meðhöndlun og fylgjast með meininu þess í stað en sú leið er oftar farin en áður. „Þetta þufa menn að vita áður en tekið er blóð og greint hjá þeim krabbamein. Þá er orðið krabbamein farið að tikka og menn heyra varla ráðleggingarnar, þannig að þá er það eiginlega of seint,“ segir hún.„


Það sem við þurfum er próf til þess að greina þarna á milli. Hvaða mein eru sofandi, sem er sennilega meirihlutinn og hvaða mein eru það sem virkilega þarf að meðhöndla,“ segir hún.


Þá þurfi ferkari rannsóknir til að finna þá hópa karla sem hafa tilhneigingu til að fá verra meinið. Íslensk rannsókn hefur sýnt að þeir sem eru með stökkbreytt BRCA gen virðist fá mein sem þarfnist meðhöndlunar strax. Um hálft prósent íslenskra karla hefur genið og segir Laufey rétt að þeir láti fylgjast með sér. Fyrir aðra sé gagnsemi PSA prófsins umdeild. „Auðvitað finnst mönnum gott að hægt sé að greina meinið snemma og taka það ef það finnst, sem er mjög algengt.  Vandinn er að meirihlutinn væri betur settur að þurfa ekki að fara í gegnum allt sem fylgir greiningunni,“ segir Laufey.


Viðtal við Laufey Tryggvadóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár á rúv 2013

7 views0 comments
bottom of page