top of page

Mottumars 2019 - Menn deila sögum sínum

Átta karlmenn víðs vegar af landinu sem greinst hafa með ólíkar tegundir krabbameina leggja Mottumars 2019 lið með því að deila reynslusögum sínum. Sögurnar eru liður í ljósmyndasýningunni Meiri menn sem fer fram í Karlaklefanum, karlaklefinn.is, nýju vefsvæði fyrir karlmenn, og á sex sýningarstöðum á landinu. „Þetta eru magnaðar sögur sem sýna ótrúlegan styrk, jákvæðni og æðruleysi þessara manna. Í þeim kemur skýrt fram það sem hættir ekki að koma mér á óvart, hvað geta fólks til að takast á við ótrúlegar aðstæður er mikil. Krabbameinsfélagið þakkar þessum frábæru liðsmönnum ómetanlegan stuðning og þátttöku í Mottumars 2019. Reynslusögur þeirra eru örugglega fjársjóður fyrir aðra karlmenn sem lenda í svipuðum aðstæðum. Þeir eru svo sannarlega Meiri menn!“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.



25 views0 comments
bottom of page