top of page

Hvað er markþjálfun?


Markþjálfun er samstarfsferli þar sem faglegur aðili (markþjálfi) aðstoðar þig við að ná þínum persónulegu markmiðum. Þessi markmið geta verið nánast allt í þínu persónulega umhverfi: aukið sjálfstraust, þyngdartap, starfsbreyting, betri tengsl og ótalmargt annað.


Hvers vegna markþjálfun?

Algeng ástæða fyrir því að fólk vill vinna með markþjálfa er að það upplifir að vera "fast" í aðstæðum sem það er ekki sátt við.


- fast í vinnu sem þeim líkar ekki

- fast í ófullnægjandi sambandi

- fast í lífinu og án markmiða


...og finnst það skorta tilgang.


Viðfangsefni markþjálfa er að losa um þetta og til þess notar hann ákveðna tækni, fjölbreytt verkfæri og séhæfða aðferðarfræði. Þannig hjálpar hann fólki við að finna það sem hvetur, hvert það langar að fara og bestu leiðin til að komast þangað.


Fyrir hverja er markþjálfun?

Markþjálfun er fyrir fólk á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn, en allir sem fara í markþjálfun hafa það

sameiginlegt að hafa löngun til að ná meiri árangri. Hver sem þín markmið eru, þá getur faglegur markþjálfi veitt þér hvatningu, ábyrgð og stuðning, haldið þér að þínum áherslum og gripið til aðgerða með þér viku frá viku.


Hvar gerir markþjálfi?

Persónulegur markþjálfi er í raun það sama og íþróttaþjálfari. Góður íþróttaþjálfari heldur þér að þínum

áherslur á markmiðin, veitir endurgjöf, hvetur þig áfram og tryggir að þú sért að ná framförum frá viku til viku. Góður markþjálfi er hvetjandi, heldur þér í fókus og gefur þér markvisst endurmat til að þú náir lengra á styttri tíma, en þú gætir á eigin spýtur.


Hverju skilar markþjálfun?

Markþjálfun er ekki meðferð og er ætlað að hjálpa eðlilegu, heilbrigðu fólk við að ná fram persónulegum markmiðum eins og aukinni hamingju, þyngdartapi eða betra jafnvægi í vinnu og/eða persónulegu umhverfi. Markþjálfarar eru ekki menntaðir eða hafa leyfi til að taka fólk í meðferðir. Ef þú ert í vafa um hvort þú þarft markþjálfun eða meðferð, mælum við eindregið með að þú hafir samráð við sálfræðing eða geðlækni.


Hvernig er unnið í markþjálfun?

Markþjálfun er “maður á mann” 45-60 mínútna fundir hjá þér (marksækjanda) og þínum markþjálfa. Flestir hitta sinn markþjálfa einu sinni í viku, sumir á tveggja vikna fresti og aðrir bara einu sinni í mánuði.

  1. Greining - Á fyrstu fundum mun markþjálfi fara yfir þín markmið og finna út hverju þú vilt ná fram í gegnum ykkar markþjálfun.

  2. Forgangsröðun - Markþjálfi aðstoðar þig við að forgangsraða þínum markmiðum til að þú getir einbeitt þér að því sem skiptir mestu máli. Það þarf að ná fram góðu mati á þinni stöðu og notað er til þess spurningalistar, kannanir og önnur verkfæri til að finna þína styrkleika, þín gildi og þinn tilgang.

  3. Leggja grunn að árangri - Megin markmið í byrjun er að skapa þér vitneskja um hverju þú vilt ná fram og síðan að aðstoða þig við að þróaaðgerðaráætlun til að ná þeim árangri.

  4. Skuldbinding

Í lok hvers fundar, mun markþjálfi biðja þig um að skuldbinda þig til að taka ýmis verkefni til að ljúka fyrir næsta fund. Þetta eru tilteknar aðgerðir sem þú og þinn markþjálfari eru sammála um að séu mikilvægir hlutir sem til að færa þig nær þínum stóru markmiðum. Með því að samþykkja skuldbindingu gagnvart þínum markþjálfara um að fylgja þessu verklagi, ertu ekki aðeins að leggja áherslu á þín mikilvægustu verkefni til að ná þínum markmiðum, heldur einnig að gera hann ábyrgan fyrir því að skapa aðhald og draga þig til ábyrgðar um að tryggja að þú sért stöðugt

að fylgja eftir þínum málum.


Skuldbinding, ábyrgð og eftirfylgni í gegnum markþjálfun er einn verðmætasti þáttur markþjálfunar og er stór þáttur í því hversvegna fólk sem vinnur með markþjálfa, er að ná fram svo miklu meiri framförum, en það mundi gera eitt og sér.


Krabbameinsfélagið Framför

Krabbameinsfélagið Framför býður upp á námskeið, fyrirlestra, vinnustofur og markþjálfun fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og hópa sem vilja breyta sinni stöðu og auka sín lífsgæði. Beitt er viðurkenndri og faglegri aðferð markþjálfunar. Markþjálfar eru með mikla reynslu og þekkingu og vinna allir samkvæmt siðareglum International Coach Federation (ICF) og Félags Markþjálfa á Íslandi.

65 views0 comments

Comments


bottom of page