top of page

Allt um Gleason


Gleason-gráða

Þegar krabbameinsfrumur eru skoðaðar í smásjá hafa þær mismunandi mynstur eftir því hversu miklar líkur eru á að þær séu hraðvaxandi. Mynstrin fá gráðu frá einni upp í fimm, svonefnda Gleason-gráðu. Gráðan þrír eða hærri bendir til krabbameins en gráða á bilinu einn til tveir telst ekki krabbamein. Ef krabbameinsfrumur finnast í sýnum frá þér er þeim gefin Gleason-gráða. Gráðan segir til um hversu illkynja krabbameinið er, þ.e.a.s. hversu miklar líkur eru á því að það vaxi og dreifi sér út fyrir kirtilinn.


Gleason-stig

Eins og áður sagði eru mismunandi gráður í sýnunum sem tekin voru. Heildar Gleason-stig er gefið með því að leggja saman tvær Gleasongráður. Í fyrsta lagi er fundin algengasta gráðan í öllum sýnunum. Í öðru lagi er fengin fram hæsta gráðan úr sýnunum. Gleason-stig eru fengin með því að leggja saman algengustu töluna og hæstu töluna. Samanlagðar eru þær nefndar Gleason-stig.


Gleason-stig = algengasta gráðan + hæsta gráðan í sýnunum

56 views0 comments

Comments


bottom of page