FRAMFÖR Í HEILSU - samstarf um forvarnir í fyrirtækjum og stofnunum (www.framforiheilsu.is)

Markmiðið er að bæta lífsgæði karla 50 ára og eldri
– örnámskeið, stuttir fyrirlestrar og fræðsluefni á netinu

Markmiðið með Heilsukerfinu hjá Framför www.framforiheilsu.is er að efla og bæta lífsgæði karlmanna 50 ára og eldri. Í þessu umhverfi er lögð áhersla á að reglubundna fræðslu um andlegt og líkamlegt þrek og heilsu ásamt því að skapa vitundarvakningu að reglulegu eftirliti á heilsu. Markmiðið er að karlmenn á efri árum njóti lífisins betur, hámarki sín lífsgæði og leggi inn fyrir því að því að lifa vel og lengur.

 

Samvinna - Framför, fyrirtæki og stofnanir

Þetta heilsukerfi www.framforiheilsu.is er starfrækt í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á Íslandi og stefnt að því að það verði með tímanum fastur þáttur og hluti af starfsumhverfi karla á hverjum stað. Innifalið er:

 

 • Fyrirlestrar og örnámskeið í fyrirtæki eða stofnun

 • Aðgangur að fræðsluneti um heilbrigðan lífstíl á netinu

 • Árleg skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli

 • Afsláttur að aðgangi að líkamsræktarstöðvum

Ávinningur fyrirtækja og stofnana af þessu heilsuverkefni er:

 

 • aukin starfsánægja

 • meiri áhugi fyrir sínu starfsumhverfi

 • aukin persónuleg virkni

Gert er ráð fyrir að í framtíðinni geti fyrirtæki og stofnanir valið um þrjá mismunandi valkosti í samstarfinu og um leið hversu umfangsmikið samstarfið er varðandi fræðslu.

 1. Grunnur                                             Kr. 10.000,- á mánuði

 2. Grunnur og netfræðsla                   Kr. 20.000,- á mánuði

 3. Grunnur, netfræðsla og virkni      Kr. 30.000,- á mánuði

 

Heilsukerfið hjá Framför er í raun þríþætt:
 

 • Reglulegt eftirlit með heilsu

 • Ástundun á heilbrigðri líkamlegri heilsurækt

 • Þátttaka í andlegri upplyftingu​​

SKRÁNING Á FYRIRTÆKI EÐA STOFNUN
Í HEILSUKERFIÐ HJÁ FRAMFÖR

ÞJÓNUSTA OG FRÆÐSLA

TÓMSTUNDIR OG HAGSMUNIR

FRAMFÖR  - UPPLÝSINGAR

STUÐNINGUR

KRA_velunnarar_stimpill2.jpg

Starfsemi Framfarar  er styrkt af
Velunnarasjóði Krabbameinsfélagsins sem styður við starf aðildarfélaga og stuðningshópa.

Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík

Sími: 5515565

Netfang: framfor@framfor.is

Aðildarfélag að Krabbameinsfélagi Íslands

Persónuverndarstefna

FRAMFÖR - samtök BHKK greindra  
- karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli