Félag karla með krabbamein í blöðruhálskirtli
5515565
Krabbameinsfélagið Framför - aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl 2023 í húsi Forvarnarmistöðvarinnar Hverafold 1-3, Grafarvogi í Reykjavík kl. 17:00
Aðalfundur hjá Krabbameinsfélaginu Framför, félags karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl 2023 í Forvarnarmiðstöðinni Hverafold 1-3, Grafarvogi í Reykjavík kl. 17:00. Fundarstjóri verður Hinrik Greipsson.
Dagskrá aðalfundar:
Kl. 17:00 Setning - Þráinn Þorvaldsson formaður Framfarar
Kl. 17:05 Aðalfundarstörf
-
Skýrsla félagsstjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
-
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
-
Lagabreytingar samkvæmt fundarboði
-
Kosing stjórnar (sbr. 6. gr.)
-
Kosnir tveir skoðendur reikninga til eins árs, og einn til vara.
-
Kosnir fulltrúar á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands.
-
Ákvörðun félagsgjalds
-
Starfsáætlun fyrir komandi starfsár lögð fram
-
Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár lögð fram
-
Afhending frumkvöðlaviðurkenningar Framfarar
-
Önnur mál
Kl. 18:00 Önnur mál
Kl. 18:30 Aðalfundi slitið
Til að taka þátt í aðalfundinum þarf á fundardegi að vera búið að greiða félagsgjöld fyrir árið 2023. Greiðsluseðill vegna félagsgjalda ætti að vera í þínum heimabanka. Vinsamlega hafðu samband í síma 5515565 eða með tölvupósti gudmundur@framfor.is ef svo er ekki.
Skráning á aðalfund er hér til hliðar.
Aðalfundargögn verða send til þeirra sem skrá sig tveimur dögum fyrir aðalfund.