Salan á Bláa treflinum er komin af stað í vefverslun, á nokkrum sölustöðum og síðan er Þráinn Þorvaldsson að prófa nýstárlega tengiliða aðferð við að selja næluna.
Vefverslunin hefur farið þokkalega vel af stað, það er komin öflugur söluaðili í gang á Suðurlandi og í dag var byrjað að selja nælu Bláa trefilsins í Kringlunni. Hann Þorsteinn Ingimundarson tók fyrstu vaktina í Kringlunni og stendur sig vel. Að setja upp kynningar- og sölustand í Kringlunni er fyrir utan að selja næluna, mikilvæg kynning á félaginu og tækifæri til að segja fólki hvað við erum að gera.
Þráinn Þorvaldsson er síðan með áhugaverða tilraun með nýstárlega aðferð við merkjasölu sem ætlunin er að kynna fljótlega. Til þess að kanna hvort aðferðin virki tæknilega afhenti hann föstudaginn 26. nóvember góðum vini sínum Daða Ágústssyni fyrsta tilraunaumslagið með merki og upplýsingablaði.
Commentaires