top of page

Tilgangur - leið að jafnvægi

Viktor Frankl var austurrískur geðlæknir og heimspekingur sem var ásamt fjölskyldu sinni handsamaður af nasistum og látinn dvelja í einangrunarbúðum þeirra á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Frankl nýtti þessa reynslu sína svo til þess að þróa kenningu sína, lógóþerapíu, en um hana fjallar seinni hluti bókarinnar „Leitin að tilgangi lífsins“.

Lógóþerapía Viktors Frankl er afbrigði hans af svokallaðri tilvistargreiningu (e. Existential analysis) sem ruddi sér til rúms í sálarfræðum og geðlækningum um miðja síðustu öld, en hún á rætur sínar að rekja til tilvistarstefnunnar. Lógóþerapía er fræðileg kenning sem byggir á þeirri aðferð að fá einstaklinginn til þess að taka ábyrgð á sínu eigin lífi og átta sig á frelsi sínu. Í framhaldi af því er honum síðan gert kleift að átta sig á tilgangi lífs síns og lifa eftir honum. Í bók Frankls, Leitin að tilgangi lífsins, er einungis stiklað á stóru um kenninguna og hlutverk hennar, eins og nafn kaflans sem fjallar um hana gefur til kynna, „Lógóþerapía í hnotskurn“. Lógóþerapía dregur nafn sitt af gríska orðinu logos, sem Frankl kýs að þýða sem tilgangur.


Lógóþerapía er frábrugðin hefðbundinni sálgreiningu að því leyti að samkvæmt lógóþerapíu er mikilvægast fyrir manninn að finna tilgang í lífinu, en ekki að fullnægja hvötum eða laga sig að umhverfinu og þjóðfélaginu. Þá miðar lógóþerapían frekar að framtíðinni, meðan sálgreining er oft á tíðum aftursýn(e. retrospective) og sjálfskyggn(e. introspective).

Það sem veldur því að erfitt getur reynst að finna tilgang lífsins er fyrst og fremst sú staðreynd að hann er margbreytilegur. Samkvæmt Frankl er ekki til einhver óhlutstæður tilgangur lífsins, heldur er tilgangurinn eitthvað sem hver og einn verður að finna hjá sjálfum sér.


Tilgangurinn er þó ekki einungis einstaklingsbundinn, heldur getur hann einnig verið breytilegur frá degi til dags. Það er því ekki tilgangur lífsins almennt sem skiptir máli, „heldur sérstakur tilgangur einstaklingsins á tilteknum tíma.“ Sérhver maður hefur sína eigin sérstöku köllun eða ætlunarverk í lífinu, ákveðna skyldu sem ber að rækja. Enginn getur komið í annars stað og líf hvers og eins verður ekki endurtekið. Þess vegna er ætlunarverk hvers manns jafn einstætt og tækifæri hans til að ljúka því[...] Í stuttu máli sagt: Lífið spyr sérhvern mann og hann getur aðeins veitt svar með því að taka ábyrgð á eigin lífi. Eina svarið sem hann getur gefið lífinu er að axla ábyrgð. Í lógóþerapíu er ábyrgðin talin kjarni lífsins.


Raunar má segja að öll kenning Frankls byggist á þeim tveimur þáttum sem einkenna tilvistarstefnuna hvað mest, en það eru frelsi og ábyrgð. Frankl var þeirrar skoðunar að maðurinn væri alltaf frjáls, og að hlutverk hans væri að raungera frelsi sitt með því að axla ábyrgð á lífi sínu og finna þannig tilgang með því. Það kann að virðast nokkuð kaldhæðnislegt að maður sem upplifði einangrunarfangabúðir nasista hafi talið sig vera frjálsan allan þann tíma er honum var haldið föngnum, en það er þó ekki frelsi í þeim hefðbundna skilningi orðsins sem Frankl á við. Hann taldi að maðurinn væri alltaf frjáls í þeim skilningi að hann ætti alltaf val um það hvernig hann bregst við þeim aðstæðum sem hann lendir í, og væri því á endanum alltaf frjáls til þess að velja á milli einhverra kosta.


Frelsið sem Frankl leggur áherslu á er þannig ekki hið hefðbundna athafnafrelsi og málfrelsi sem oft er lögð áhersla á, heldur mun frekar hugsanafrelsi. Það er frelsið til þess að velja hvort að maður láti aðstæðurnar buga sig, eða hvort að maður rísi upp yfir aðstæður sínar og varðveiti það frelsi sem erfiðast er að taka frá manni. Til þess að útskýra þetta tekur Frankl dæmi:


Við sem vorum í einangrunarfangabúðunum munum eftir mönnum sem gengu um skálana og hugguðu aðra, gáfu þeim síðasta brauðbitann sinn. Þótt þeir kunni að hafa verið fáir nægðu þeir til að sanna að það er unnt að taka allt frá manninum nema eitt: endanlegt frelsi hans til 15 Sama rit, bls. 97. 16 Sama rit, bls. 97. 8 að velja hvernig hann bregst við því sem að höndum ber, til að fara sínar eigin leiðir. Og menn höfðu alltaf um eitthvað að velja. Hver dagur, hver klukkustund í búðunum bauð upp á tækifæri til þess að taka ákvörðun – ákvörðun um að gefast upp eða gefast ekki upp gagnvart þeim öflum sem hótuðu að ræna mann manngildinu – andlegu frelsi þeirra. Ákvörðun um hvort menn ætluðu eða ætluðu ekki að verða leiksoppar kringumstæðnanna, afsala sér frelsi og sjálfsvirðingu og láta steypa sig í mót hins dæmigerða fanga.


Þetta textabrot Frankls minnir óneitanlega á orð brautryðjanda tilvistarspekinnar Jean-Paul Sartres um frelsið, en í einu af sínum frægari verkum, Tilvistarstefnan er mannhyggja, lýsir Sartre því hvernig maðurinn sé „dæmdur til þess að vera frjáls“. Sartre lýsir því hvernig maðurinn er dæmdur að því leytinu til að hann skapaði sig ekki sjálfur, en hann er engu að síður frjáls vegna þess að frá því að honum er varpað inn í veröldina ber hann ábyrgð á öllu því sem hann gerir. Það er einmitt þessi samþætting frelsis og ábyrgðar sem Frankl leggur ríka áherslu á í kenningu sinni. Raunar telur hann að líta megi á frelsi og ábyrgð sem eina heild, þar sem báðir hlutarnir þarfnast hins til þess að virka sem skyldi. Þrátt fyrir að frelsi sé oft á tíðum meira í umræðunni, þá er það gagnslaust ef ábyrgðin fylgir ekki líka. Ef ábyrgðin fylgir ekki frelsinu er nefnilega hætt við því að frelsið breytist í geðþótta. Frankl gengur meira að segja svo langt að mæla með því „að á móti frelsisstyttunni á austurströnd Bandaríkjanna verði reist ábyrgðarstytta á vesturströndinni“.

113 views0 comments

留言


bottom of page