Rannsóknir á byltingarkenndum leiðum til að skima fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli með blóðprufu

Verið er að vinna að rannsóknum í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi sem gætu skapað byltingu varðandi skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini.

Ný erfðapróf gætu verið betri en PSA skimun við mat á hættu á krabbameini í blöðruhálskirtli Í Bandarísku rannsókninni snýst þetta um að mæla það sem þeir kalla IsoPSA í blóðprufu. Þetta er í raun hefðbundið PSA próf þar sem þeir mæla einnig uppbyggingu á PSA próteini eða mismunandi amínósýruraðir. Próteinið kemur í mismunandi ísóformum, þ.e. svipuð en ekki með eins amínósýruraðir. Tilvist, fjöldi og eðli þessara ísóforma tengist röskuðum efnaskiptum krabbameinsfrumna. Fyrstu niðurstöður þeirra rannsókna benda til þess að prófið sé árangursríkt til að draga úr bæði óþarfa lífsýni og fölskum jákvæðum niðurstöðum.


Fyrir vikið gerir þetta próf ráð fyrir nákvæmari aðgreiningu milli virks vaxandi krabbameins og krabbameins sem er stöðugt; einnig er hægt að greina hvort krabbamein sé alvarlegt og þurfi að meðhöndla eða að vera nógu góðkynja til að falla undir það sem þvagfærasamfélagið lýsir sem „virkt eftirlit“ án lífsýni eða meðferðar.


https://www.ascp.org/content/news-archive/news-detail/2019/12/11/emerging-tests-new-genetic-tests-may-be-better-than-psa-screening-in-assessing-prostate-cancer-risk


Ný og einföld blóðrannsókn hefur fundist til að greina á áhrifaríkan og nákvæman hátt tilvist á árásargjörnu krabbameini í blöðruhálskirtli Í Queen Mary háskólanum í London Bretlandi er verið að vinn að rannsókn sem kölluð hefur verið nýja krabbameinsprófið í blöðruhálskirtli (Parsortix® kerfið frá ANGLE plc) og skynjar krabbameinsfrumur á frumstigi eða æxlisfrumur í blóðrás (CTC), sem hafa yfirgefið upprunalega æxlið og komist í blóðrásina áður en þær dreifðust um líkamann. Með því að mæla ósnortnar lifandi krabbameinsfrumur í blóði sjúklings, frekar en PSA próteinið sem getur verið til staðar í blóðinu af öðrum ástæðum en krabbameini, gefur það hugsanlega nákvæmari próf fyrir krabbamein í blöðruhálskirtli.


https://www.sciencedaily.com/releases/2019/09/190910114245.htm


Það verður áhugavert að fylgjast með þessum rannsóknum og hvort niðurstöður um virkni mögulegra skimana fáist samþykktar í Bandaríkjunum og/eða í Evrópu. Báðar aðferðir virðast vera byltingarkenndar til að skima fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli með einfaldri blóðprufu og getur gjörbreytt öllu varðandi snemmgreiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli.


21 views0 comments

ÞJÓNUSTA OG FRÆÐSLA

TÓMSTUNDIR OG HAGSMUNIR

FRAMFÖR  - UPPLÝSINGAR

STUÐNINGUR

KRA_velunnarar_stimpill2.jpg

Starfsemi Framfarar
er styrkt 
af Velunnarasjóði
Krabbameins-
félagsins

Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík

Sími: 5515565

Netfang: framfor@framfor.is

Aðildarfélag að Krabbameinsfélagi Íslands

Persónuverndarstefna

FRAMFÖR - samtök BHKK greindra  
- karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli

Screenshot 2021-02-02 154649.jpg

Starfsemi 

Framfarar  
er styrkt 
af Heilbrigðis-

ráðuneytinu