top of page

Nýr framkvæmdastjóri hjá Krabbameinsfélaginu Framför

Guðmundur G. Hauksson framkvæmdastjóri hjá Krabbameinsfélaginu Framför hefur óskað eftir starfslokum frá og með 22. ágúst 2023 og við starfinu tekur Stefán Stefánsson atvinnulífsfræðingur, en hann hefur starfað hjá félaginu frá 1. nóvember 2022 í félagsmálum og fjáröflunarverkefnum.

Guðmundur G. Hauksson hefur starfað hjá Krabbameinsfélaginu Framför í um þrjú ár á miklum umbrotatímum og leitt uppbygginguna hjá félaginu frá því það var endurreist af stuðningshópnum Frískir menn sem Þráinn Þorvaldsson var í forsvari fyrir. Stjórn félagsins þakkar Guðmundi fyrir mikilvægt starf fyrir félagið, en hann mun áfram taka þátt í ýmsum verkefnum hjá félaginu.

104 views0 comments

Comments


bottom of page