top of page

Kynlíf roskinna karla

Þegar aldurinn færist yfir, verða ýmsar breytingar á högum fólks. Forgangsröðun og verðmætamat er annað en hjá yngra fólki. Meiri tími gefst til að huga að ýmsum málum og hlutir sem komið hafa af sjálfu sér, gerast kannski ekki eins áreynslulítið og áður.

Einn þeirra þátta, sem rosknir karlmenn upplifa breytingu á, er kynlöngun og/eða kyngeta. Þeir geta upplifað það, að tekið getur lengri tíma en áður að ná stinningu, hún endist skemur og getur jafnvel þurft stöðuga örvun til að viðhalda stinningunni. Mörgum körlum finnst þetta ástand jafnvel upphafið að endalokunum. Það geta verið margar ástæður fyrir því, að stinning roskins karlmanns bregst.


Sumum hættir til að fyllast skelfingu og stimpla sig getulausa. Það er eitt það versta, sem menn gera sjálfum sér, því sú hugsun getur bæði skapað og viðhaldið vandamálum. Menn lenda þá gjarnan inni í vítahring þess, að hafa áhyggjur af getu sinni og kvíðinn kemur síðan í veg fyrir stinninguna.

Að lifa með breytingum

Það er ástæðulaust að örvænta, þó breyting verði á þessum aldri. Kynfræðingar hafa komist að því, að allar meðferðaræfingar, hvort heldur þær eru vegna getuerfiðleika eða bráðasáðláts, gefa jafn góða raun hjá eldri karlmönnum og þeim sem yngri eru, því í flestum tilfellum má rekja vandann til sálrænna þátta og hefur ráðgjöf þótt skila sérlega góðum árangri meðal eldri karlmanna í Bandaríkjunum. Þegar menn hafa lært að slaka á og gleyma áhyggjum tengdum getu sinni, endurheimta þeir í flestum tilfellum kynorkuna.


(Góð sjálfshjálparbók hefur verið gefin út á íslensku, sem heitir Betra kynlíf og var gefin út af Erni og Örlygi 1991.)

Rosknum körlum hefur reynst best að láta eðlilegar hvatir sínar ráða ferðinni, frekar en að halda einhverri karlmennskuímynd við uppfyllingu fyrirfram ákveðins kvóta í kynlífinu.

Nokkurra daga hvíld milli samfara getur reynst vel og stuðlað bæði að betri reisn og fullnægingu. Með aldrinum verður karlar lengur að fá sáðlát og líta margir þeir sem átt hafa við bráðasáðlát að stríða á það sem ákveðna blessun. Óvíst er, að roskinn karlmaður hafi sáðlát við hverjar samfarir og þarf það ekki að vera svo slæmt , því sáðlát hamlar stinningu, einkum hjá rosknum körlum. Getur þeim því oftar risið hold, hafi þeir ekki sáðlát við hverjar samfarir.

Hvað getur makinn gert?

Í fyrsta lagi þarf makinn að gera sér grein fyrir þeim breytingum, sem eru í gangi og að þær eru fullkomlega eðlilegar. Oftar en ekki er konan á svipuðum aldri og því sjálf að ganga í gegnum breytingar í sínu lífi, sem kalla jafnvel á aukinn forleik og meiri örvun.


Með aldrinum þurfa karlar oft meiri beina örvun og það sem áður virkaði strax, eins og t.d. að sjá maka sinn nakinn, dugar kannski ekki, til svo limurinn rísi. Mikilvægt er, að konan taki því ekki sem höfnun, heldur snúi sér frekar að breyttum áherslum í kynlífinu, svo sem kröftugri forleik með meiri snertingu og strokum og breyttum samfarastellingum, sem nýtast henni ekki síður til eigin örvunar og byggi um leið upp sjálfsöryggi makans í stað þess að grafa undan því.


Vörur, sem karlmenn geta nýtt sér til að auka blóðflæði í blöðruhálskirtli og kynfærum eru t.d. Ingimar limapumpa sem hjálpar mönnum að ná reisn og með henni er sérhönnuð teygja sem sett er á liminn þegar viðunandi reisn er náð og þannig geta menn haldið reisninni nægjanlega lengi til þess að stunda samfarir. Að samræði loknu er teygjan síðan fjarlægð af limnum. Þessi pumpa hentar mönnum á öllum aldri sem stríða við skerta reisn vegna ýmissa vandamála. Þvagfæraskurðlæknar mæla með slíkum pumpum fyrir menn, sem meðhöndlaðir hafa verið við blöðruhálskirtilskrabbameini og í kjölfarið upplifað erfiðleka við stinningu.


Fleiri vörur sérstaklega ætlaðar karlmönnum eru síðan Viktor sem eru 3 mismunandi stórir hringir sem bæði má nota einaog sér til þess að viðhalda stinningu og með einnig geta þeir henntað með pumpunni sem auka hringir.

Bertil er síðan limahringur með innbyggðum titrara og þar er einnig titringur til örvunar fyrir mótaðilann.

Það sem karlmenn ættu hinsvegar að forðast á þessum aldri, standi þeir í stórræðum á kynlífssviðinu, eru reykingar, vegan áhrifa þeirra á samdrátt í æðum, sem leiðir af sér minnkað blóðflæði til kynfæra og þess vegna lélegri reisnar.

Jafnframt ættu karlmenn að hafa í huga, að áfengisneysla meiri en í góðu hófi rétt fyrir kynmök, getur gersamlega drepið niður kyngetu það kvöldið.

Öllum er svo að sjálfsögðu hollt að huga að heilsunni hvað varðar þyngd og fæðu og er þar heillavænlegast að halda sér í kjörþyngd, hreyfa sig reglulega, neyta hollrar fæðu og allt heilsumeðvitað fólk í dag notar reglulega fæðubótarefni fyrir sjálft sig, þó enn sé vissulega til fólk sem hugar frekar að sérvaldri fæðubót fyrir hundinn sinn og/eða köttinn.


Hér er hægt að skoða vöru sem hjálpar til við stinningarvandamál - skoða HÉR!


Halldóra Bjarnadóttir


298 views0 comments

Comments


bottom of page