top of page

Kvöldkaffi á N4 - fjallað um blöðruhálskrabbamein

Guðmundur G. Hauksson framkvæmdastjóri hjá Framför og Böðvar Finnbogason úr Varmahlíð voru gestir hjá Rakel í kvöldkaffinu á N4 mánudaginn 11. október 2021. Þetta var fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð og áherslan í umræðinni var á upllifun á því að greinast með krabbamein í blöðruhálsi og þá stefnumótun sem Framför hefur unnið við að þjónusta þetta umhverfi. Sjá þáttinn https://n4.is/spilari/kdy2uY8BXn4#play

Böðvar fór yfir sína sögu, en hann greindist með krabbamein í blöðruhálsi á árinu 2012 og fór í geisla- og lyfameðferð. Hann dvaldi í nokkra mánuði í Reykjavík á þessum tima og fannst vel tekið utanum sig í þessu ferli.


Guðmundur fór yfir sögu Framfarar og endurreisn félagsins á árinu 2019 að frumkvæði Þráins Þorvaldssonar og stuðningshópsins Frískra manna, sem eru karlar í virku eftirliti með krabbameini í blöðruhálsi. Hann kom til starfa hjá Framför í ágúst 2020 og fyrsta árið fór mikið í undirbúning, vinnu við stefnumótun og þarfagreiningu. Framför er í samstarfi við Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins og ljósið og hefur unnið þarfagreiningu á þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á. Veruleg aukning hefur orðið á þátttöku í stuðningshópum og nýlega var stofnaður stuðningshópur maka, Traustir makar þar sem liðlega 50 manns voru á staðnum eða fylgdust með fundinum í streymi á netinu.


Nýlega tók Framför þátt í að stofna stuðningshóp karla á Austfjöðrum í samstarfi við Krabbameinsfélag Austfjarða og það verður kynningarfundur á þjónustunni hjá Framför í samstarfið við Krabbameinsfélag Akureyrar þann 19. október 2021 kl, 20:00.


Böðvar greindist aftur með vaxandi krabbamein í blöðruhálsi á árinu 2018 og fannst hann ekki fá sambærilegan stuðning þá eins og við fyrri greiningu á árinu 2012. Guðmundur nefndi að þetta þyrfti að skoða í samráði við umönnunarfélög og heilbrigðiskerfið og bæta þau ferli í þjónustu og stuðningi sem þarna ættu við. Böðvar fagnaði mjög þessu umhverfi hjá Framför varðandi stuðning og fræðslu fyrir maka og þau hjónin myndu klárlega nýta sér það sem þar væri boðið upp á.

128 views0 comments

Comments


bottom of page