top of page

Jens Pétur Jensen greindist með blöðruhálskrabbamein 2020 og hefur lokið mjög strangri meðferð

Jens Pétur Jensen fór að finna fyrir óvenjulegum verkjum en hugsaði ekki mikið út í þá. Hann fór sjaldan til læknis og kveinkaði sér aldrei. En þetta var krabbamein. Frá greiningu hefur Jens hins vegar sett sér ákveðin markmið og ákvað að sjá ljósið í myrkrinu.

Jens Pétur Jensen greindist með blöðruhálskrabbamein í fyrra. Hann hefur lokið mjög strangri meðferð og er nú í góðri endurhæfingu með það að markmiði að ná aftur fyrri kröftum. Jens er farsæll í atvinnulífinu, stofnandi ISNIC, sem selur og sér um netlénin sem enda á .is. Hann fór óhefðbundnar leiðir í sinni meðferð og endurhæfingu, vann mikið í andlegu hliðinni og sótti tíma hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins en setti sér einnig mjög áhugavert markmið.


Þannig er að Jens ákvað að læra á píanó, á meðan hann stæði í veikindum sínum. Hann setti sér það markmið að geta spilað Prelódíu númer 1 eftir Bach, á flygilinn sem situr í K-byggingu Landspítalans, ári eftir að hafa greinst með krabbamein. Og það gerði hann! Hvorki meira né minna.


Jens kíkti í heimsókn til Sigurlaugar M. Jónasdóttur í einn vinsælasta útvarpsþátt landsins, Segðu mér, þar sem hann rakti ótrúlega sögu sína. Hægt er að hlusta hér , við mælum með þessu.

217 views0 comments

Comments


bottom of page