Í sumar hafa birst áhugaverðar niðurstöður úr rannsókn á vegum EUROPA UOMO sem snýr að
mökum karla sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli. Svör fengust frá 1.135 mökum í 27 löndum. Helstu niðurstöður sem birtar hafa verið eru:
Um 50% maka karla sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli telur að maki þeirra sé „ekki sami maðurinn“ og hann var fyrir meðferð. Einungis 30% töldu stöðuna óbreytta.
Vísbendingar eru um að 15% maka telji sig myndu njóta góðs af því að hitta geðheilbrigðisstarfsfólk.
20% maka segist hafa dregið úr þátttöku í félags- og tómstundastarfi vegna krabbameinsins.
20% maka segjast vera einmana
Myndin sem dregin er upp af tilfinningalífi maka karla sem greinst hafa með krabbamein í
blöðruhálskirtli er einnig jákvæð:
Tæplega 60% maka segjast geta deilt ótta sínum opinskátt og 59% segjast getaTæplega 90% maka segjast tala opinskátt um krabbamein í blöðruhálskirtli.
Þrátt fyrir að 46% maka greini frá að krabbamein í blöðruhálskirtli hafi breytt sambandi þeirra,
segja næstum öll (43%) að krabbamein í blöðruhálskirtli hafi styrkt sambandið.
talað um dauðann.
Hætta á félagslegri einangrun og áhyggjur af geðheilbrigði er þó augljós:
20% maka telja að karlinn þeirra ætti að leita til geðheilbrigðisstarfsfólks til að fá hjálp.
15% maka segjast hafa áhyggjur af sambandi sínu.
Niðurstöðurnar sýna að áhrif krabbameins í blöðruhálsi á kynlíf para eru töluverð:
75% maka greina frá því að kynlíf þeirra hafi verið betra fyrir krabbameinið.
Rúmlega 50% maka greina frá að kynlíf sé þeim mikilvægt.
20% maka sögðust ekki hafa lengur þörf fyrir kynlíf vegna krabbameinsins.
Um 30% maka segjast vera svekkt yfir að hafa „glatað“ kynlífi sínu og að þau ættu „í erfiðleikum með að höndla nýjar aðstæður“ varðandi kynlífið.
Það eru jákvæðar niðurstöður að:
Um 65% maka töldu sig geta talað opinskátt um kynferðisleg vandamál í kjölfar meðferðar.
Það getur hins vegar verið erfitt fyrir maka að leggja áherslu á eigin tilfinningar. Aðeins 42%
sögðust eiga auðvelt með að tjá eigin tilfinningar um kynlíf.
Viðmælendur veittu einnig upplýsingar um notkun þeirra á lyfjum og tækjum til að bæta kynlífið:
Um 65% sögðust vera meðvituð um búnað og lyf til að bæta kynlíf sitt.
Tæplega 40% sögðu hins vegar að maki þeirra vildi ekki nota nein lyf eða búnað til að bæta
stinningu sína.
Niðurstöðurnar sýna að krabbamein í blöðruhálskirtli hefur veruleg áhrif á pör og parasambönd, nánd
þeirra, félagslíf og geðheilsu. Um er að ræða djúpstæð áhrif á líf ástvina.
Í október verður haldinn fundur þar sem makar karla sem greinst hafa með krabbamein í
blöðruhálskirtli geta hist, spjallað um það sem brennur á þeim og deilt góðum upplýsingum og
ráðum.
2024 október - Tekið saman af Hólmfríði Sigurðardóttur
Comments